fbpx

TRENDNÝTT

BJÖRK FRUMSÝNIR TÓNLEIKARÖÐ SÍNA Í KVÖLD KLÆDD Í DRESS EFTIR IRIS VAN HERPEN

Björk frumsýnir í kvöld tónleikaröð sína í The Shed í New York og verður klædd í dress eftir Iris van Herpen. Íslensku flautukonurnar í Viibra verða í sérsaumuðum búningum eftir stjörnuhönnuðinn Olivier Rousteign fyrir Balmain. Um er að ræða einstaka tónleikaröð og sviðsetningu, sem aldrei hefur sést áður. Björk hefur unnið að Cornucopia tónleikunum ásamt þverfaglegu teymi á heimsmælikvarða og verður spennandi að sjá útkomuna.Fyrir utan frábært teymi af 7 íslenskum flautuleikurum verður einnig kór Hamrahlíðar hluti af tónleikaröðinni. Spennandi!

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=-bN9FPqqF2Q]

// TRENDNÝTT fylgist með

ÞAÐ VAR FJÖLMENNT Í OPNUNARHÓFI HJÁ RAKEL TÓMAS - SJÁÐU MYNDIRNAR!

Skrifa Innlegg