fbpx

TRENDNÝTT

ANDREA MAACK SENDIR LOKSINS TIL ÍSLANDS // AFSLÁTTUR FYRIR LESENDUR

FÓLKKYNNING

ANDREA MAACK hefur nú opnað vefinn andreamaack.is og hefur vefsölu hérlendis í fyrsta sinn. Trendnet fagnar því!

Myndir: Saga Sig

Fyrir þá sem ekki þekkja til merkisins þá er ANDREA MAACK hugarfóstur myndlistarmannsins Andreu Maack og á hver ilmur rætur sínar að rekja til mynlistarverks og sýninga listamannsins. Búið er að setja á markað 9 mismunandi ilmvötn og eru þau seld víðsvegar um heim í verslunum eins og Liberty í London, Totokaelo í New York og 10CorsoComo Seoul  – mjög vel gert!

Andrea segist vera í skýjum að geta loksins sinnt góðum kúnnahópi hér heima með eigin vefverslun og að það sé á plani að þýða hana yfir á okkar ástkæra tungumál, hún þurfi bara smá tíma til að koma ilmunum yfir á fagra íslenska tungu.

“Það var alltaf hugmyndin að opna vefverslun hér heima til að geta sinnt okkar dygga kúnnahópi. Sumir keyptu fyrstu flöskurnar í SPARK Design Space þegar merkið var frumsýnt 2010 og nota ennþá sama ilminn. Í samkomubanninu fann ég fyrir miklum áhuga á vefsölu, sérstaklega viðskiptavinir sem þekkja sinn ilm og þurfa ekki að prófa áður. Við settum strax í gang að koma vefversluninni í loftið hér heima.

Andrea Maack / Mynd: Anna Maggý

Mér þykir ótrúlega vænt um alla þá sem hafa verið að versla við okkur ilma í gegnum tíðina. Það eru rúmlega 10 ár síðan ég byrjaði að vinna með hugmyndina að ilmum, í gegnum seríu af myndlistarsýningum. Ég tók ilminn og ilmskyn fyrir sem viðfangsefni sem myndlistarmaður á mjög óvenjulegan máta til að byrja með. Á þeim tímapunkti var ég ekki að hugsa um ilmframleiðslu eða neinu slíku heldur einungis sem listaverk. Í dag eru ilmirnir seldir í 22 löndum og við komin með yfir 80.000 fylgjendur á Instagram”

Það skipti okkur líka miklu máli að geta boðið upp á fría heimsendingu og erum að opna fyrir nokkur lönd í viðbót með því kerfi þ.e.a.s Skandinavíu, Bretland og ítalíu.

Trendnet gefur lesendum 10% afslátt af vefsíðu með kóðanum TRENDNET.

Andrea mælir með þessum smellum fyrir sumarið:

Smart:
„Smart átti 10 ára afmæli um daginn og hefur alltaf átt sérstakan stað hjá mér þar sem hann var fyrstur. Það er ákveðin áskorun að gera kvenlegan ilm sem er ekki of kvenlegur eða sætur og Smart dansar þarna á línunni. Hann á mjög tryggan aðdáendahóp og þegar við skiptum um pakkningar 2016, var hann uppseldur í nokkra mánuði og fékk ég að finna fyrir því hjá Smart aðdáendum sem geta ekki hugsað sér að vera án hans. Smart blandar saman vanillu, sem ég er vanalega ekki mjög hrifin af, en gerður meira „edgy“ með leður nótu í miðjunni sem gefur honum þennan „cool balance.“
FÆST HÉR

Birch:
„Þetta er ilmur sem hefur mjög persónulega tengingu fyrir mig en hann er byggður á fjölskyldubústað í Grímsnesinu sem afi minn byggði og ég eyddi sumrum mínum á sem barn. Hann á að túlka birkitrén í kringum bústaðinn í léttri vorrigningu, ferskur vor ilmur. Það var mikið verkefni að ná þessum sérstaka fíling sem ég upplifði sem barn en það má túlka hann á margan hátt og erlendis hefur hann meðal annars verið kallaður útilegu-ilmurinn.
FÆST HÉR

Til hamingju með vefverslunina kæra Andrea Maack –  við höldum með þér!
ÁFRAM ÍSLAND!

//
TRENDNET

YKKUR ER BOÐIÐ Á SÝNINGAROPNUN QUARANTINE ICELAND

Skrifa Innlegg