fbpx

TRENDNÝTT

YKKUR ER BOÐIÐ Á SÝNINGAROPNUN QUARANTINE ICELAND

KYNNING

Quarantine Iceland er ljósmyndaverk eftir Þórhall Sævarsson, leikstjóra og ljósmyndara. Serían er ætlað að fanga hið súrrealíska andrúmsloft á tímum Covid-19 faraldursins á Íslandi. Myndirnar voru teknar frá 22.03.2020 – 04.05.2020 en Þórhallur leit að fyrstu á verkið sem ljósmyndadagbók þar sem að hann var sjálfur í sóttkví. Boltinn byrjaði svo að rúlla og nú hafa þau hjónin Þórhallur og Berglind sett upp ljósmyndasýningu þar sem að gestir og gangandi geta komið og séð ljósmyndirnar eftir Þórhall. Listamanninum fannst mikilvægt að varðveita og skrá minningarnar um þennan ótrúlega sérstaka tíma á Íslandi sem mun vera til á ljósmyndaformi til framtíðar.
Trendnet lesendum er boðið á sýningaropnun Quarantine Iceland í Pop Up Hafnartorgi þann 28. maí kl 18. Campari mun halda uppi stuðinu og bjóða þau uppá Negroni og Campari í tonic, beint frá Milano sem er ansi viðeigandi þar sem að hjónin eru búsett í ítölsku stórborginni.


Sjáumst á sýningaropnun Quarantine Iceland í kvöld!

//TRENDNET

Að fara í sund er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu

Skrifa Innlegg