TRENDNÝTT

6 HEIMILDARMYNDIR UM TÍSKU SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF

Tískubransinn er talinn frekar lokaður og því er þetta frábær leið til að fá innsýn í þennan umdeilda iðnað. Við tókum saman 6 heimildarmyndir sem tískuunnendur mega ekki missa af.

DIOR AND I (2014)

Dior and I segir frá því þegar Raf Simons vann við sína fyrstu línu fyrir tískuhúsið Dior árið 2012. Áhorfandinn fær að fylgjast með vinnu hans við sína fyrstu “couture” línu, pressunni og áskorunum sem því fylgir í 8 vikur fyrir tískuvikuna í París.

 

ALEXA CHUNG: THE FUTURE OF FASHION (2015)

Breska fyrirsætan Alexa Chung er ein af þeim svalari í bransanum. Hún fór á veiðar í seríu sinni fyrir Vouge og leitaði svara og sannleiks á bakvið margar spurningar um tískuiðnaðinn. Chung gerir þetta afar áhugavert með sjarma sínum og framkomu.

IN VOGUE: THE EDITOR’S EYE (2012)

Myndin gefur okkur innsýn í vinnuna bakvið blaðið. Við fáum að kynnanst ritstjórum og stjórenendum bakvið þetta sögufræga blað og hvernig efnið blaðsins er skapað til að halda því ávallt í fremstu röð.
Við mælum einnig með The September Issue þar sem sýnt er frá því þegar mikilvægasta tölublað ársins er skapað.

 

DIANA VREELAND: THE EYE HAS TO TRAVEL (2011)

Frá hennar tíma hjá Harpers Bazaar, Vogue og Metropolitan Museums Cutume Institue. Hún var gædd miklum hæfileikum og er þekkt fyrir sjarma sinn og orðaval. Myndin sýnir frá lífi Díönu og hvernig hún umbreytir tískuiðnaðinum.

 

UNZIPPED (1995)

Á þessum tíma var Isaac Mizrahi á hátindi ferils síns og í myndinni kynnumst við hans lífi og tískuiðnaðinum á níunda áratuginum. Ofurfyrirsætur eins og Naomi Campell og Cindy Crawford eru tíðir viðmælendur í myndinni.

MADEMOISELLE C (2013)

Carine Roltfeld var einn af færsælustu ritstjórum og stílistum tískubransans. Allt sem hún gerði gekk vel og hún ögraði hugmyndum og stöðlum tískuiðnaðarins. Myndin sýnir frá ferðalagi hennar til New York til að stofna og gefa út sitt eigið tímarit.


Getið þið bent okkur á fleiri áhugverðar heimildarmyndir um tísku?

//
TRENDNET

FÖGNUÐUR Á FLATEY

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Brynja Gudmundsdottir

    12. January 2019

    House of Z