LAUGARDAGSLÚKKIÐ

DRESSLÍFIÐ

photo 4-1

Bestu stundirnar … eru þær þegar þú hefur tíma til að slaka á og njóta í núinu. Ég átti þannig langþráðan laugardag. Faldi mig undir hattinum mínum enda haustlegt veðrið í þýska þennan daginn. Þó að mælirinn hafi sýnt 20° þá virðist sem þær séu kaldari hér en á klakanum – ég þurfti allavega yfirhöfn í þetta skiptið.

photo 3photo 1 photo 2

Hattur: Galerie Lafayette
Kápa: Zara
Peysa: H&M Trend
Gallabuxur: FiveUnits/Gallerí17
Skór: JC/GS skór

Þennan daginn notaði ég ekkert makeup heldur bara rakakrem og varasalva. Þessvegna var líka skemmtilegra að maka á sig maskara um kvöldið sama dag eins og þið sjáið: HÉR.

Góður dagur.

xx,-EG-.

LAUGARDAGSLÚKK

DAGSINSDRESS

 

DSCF3164DSCF3167

Upplifunin á söngvarkeppni helgarinnar var ansi góð þetta árið í franskri sveit rétt fyrir utan Nantes. Sú gula svíkur engan á Eurovision og leyfði okkur að njóta geisla sinna þrátt fyrir rigningu allan daginn og dagana á undan ( Jebbs! Ekki eintóm sólarsæla hér í útlandinu ;) ) …..

DSCF3153 DSCF3156

Laugardagslúkkið var fundið til í flýti en stundum er ágætt að vera ekki að velta sér of lengi uppúr hlutunum.
Úr varð 4 ára gömul peysa frá American Apparel og vintage Levis gallabuxur. Eyrnalokkarnir eru frá H&M og voru keyptir sama dag.
Það er um að gera að nýta það sem er til í skápunum, ég mætti vera duglegri við það og þið örugglega mörg hver líka?

Takk fyrir mig og mína Íris og Antoine – þvílík veisla og umhverfið það fallegasta.

xx,-EG-.

GRAMS Í GERSEMUM

LÍFIÐ

Ef að ég væri staðsett í franska landinu í dag. Þá væri ég að gramsa í gersemum á nákvæmlega þessari stundu, á umtalaða laugardagsmarkaðnum mínum.
Fyrir viku vorum við hér.Vestið eru ný kaup sem að ég segi ykkur frá fljótlega.

xx,-EG-.

DAGSINS

DAGSINS

Mikið dýrka ég þessa vikulegu heimsókn mína á laugardagsmarkaðina.


Þessi hefur átt fallegt heimili – 70s.


Og þessari vantaði ekki skartgripina.

Þar er nóg að sjá ..

.. En það eru ekki bara fallegu vörurnar hverju sinni sem að ég fell fyrir á markaðnum.
Þar get ég einnig gleymt mér í mannlífinu sem að er af öllum stærðum og gerðum – Svo sannarlega eitthvað fyrir mig!

Góður dagur, gleðilega helgi –

xx,-EG-.