FÖRÐUNIN MÍN UM HELGINA

FÖRÐUNLÍFIÐSNYRTIVÖRUR

Gleðilegan mánudag! Vonandi var helgin hjá ykkur æðisleg, allir nutu sólarinnar og fylgdust spennt með landsleiknum.

Ég var í útskrift um helgina og mig langaði að deila með ykkur förðuninni sem ég gerði. Ég tók reyndar ekki góðar förðunarmyndir en tók nokkrar (margar) sjálfsmyndir.

Ég er ekkert búin að breyta myndunum, þannig að þið sjáið vonandi vel hvernig förðunin kom út

 

Ég ætla taka ykkur “step by step” ..

Mér finnst mjög mikilvægt að undirbúa húðina vel og nota ég alltaf gott rakakrem áður en ég geri eitthvað annað.

Ég er oft með hreinsiklúta við hönd, ekki til þess að hreinsa húðina heldur til þess að hreinsa undir augunum ef ske kynni að augnskuggi myndi detta niður.

 

 

Varaprepp er mjög mikilvægt. Ég gleymi þessu skrefi samt ansi oft samt en þetta er ótrúlega mikilvægt.

Þetta eru tvær vörur frá Glam Glow og heita Plumpageous Matte Lip Treatment og gera varirnar aðeins stærri. Síðan er það Poutmund Wet Lip Balm Treatment Mini og er varasalvi með lit í.

 

Ég byrja alltaf á augabrúnunum og notaði þetta Urban Decay combo. Ég er búin að vera nota Brow Beater og Brow Tamer í svolítinn tíma núna og elska þetta!

 

Ég notaði bara Coloured Raine augnskugga. Þeir eru ótrúlega litsterkir og blandast ótrúlega vel.

 

Augnskugginn sem ég notaði yfir allt augnlokið heitir “Down Town

 

Síðan notaði ég þennan eyeliner frá Rimmel til þess að gera léttan eyeliner. Oftast nota ég blautan eyeliner en ég vildi ekki hafa eyeliner-inn of áberandi.

 

Ég notaði ekki tvenn augnhár haha en þau sem ég var með eru ekki lengur í pakkningunni en þau heita Allure og eru frá Koko Lashes.

Síðan notaði ég fallegasta pigment í öllum heiminum í innri augnkrók en það heitir Vegas Baby (nr.20) frá Nyx.

 

Ég nota alltaf þetta augnháralím frá Eylure

 

Á húðina þá notaði ég þetta combo, farða frá YSL og hyljara frá Urban Decay. Þessi farði frá YSL er æðislegur, myndast ótrúlega vel og mjög léttur á húðinni.

Síðan notaði ég litaleiðréttandi penna frá YSL til þess að hylja roða.

 

Ég nota alltaf púður yfir allt andlitið því ég er með frekar olíumikla húð og vill að farðinn endist allt kvöldið, sem hann gerði. Ég keypti mér Airspun púðrið í Walgreens um daginn og kom mér skemmtilega á óvart, mæli með.

Síðan notaði ég Beached Bronzer frá Urban Deacy til þess að hlýja húðina, þetta er UPPÁHALDS sólarpúðrið mitt þessa stundina. Á kinnarnar notaði ég After Glow kinnalitinn frá Urban Decay í litnum SCORE og Rodeo Drive frá Ofra á kinnbeinin.

 

Ég er síðan alltaf mjög dugleg að spreyja rakaspreyi á andlitið nokkrum sinnum í gegnum förðunina. Það lætur allt blandast mun betur saman og förðunin endist lengur.

 

Á varirnar notaði ég nýju varalitina mína frá Kylie Þessir komu samt einungis í takmörkuðu magni en vonandi koma þeir aftur því þeir eru æði.

 

Notaði líka Velvet Teddy frá Mac 

 

Ég notaði sem sagt fyrst Velvet Teddy síðan Kimmie og svo Kimberly í miðjuna

 

Svo til þess að toppa look-ið þá spreyjaði ég þessu æðislega ilmvatni á mig frá Lancome

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

KYLIE JENNER SHOP:

TÍSKAWANT

Kylie Jenner opnaði Kylie Jenner Shop síðast liðinn laugardag! Vörurnar voru mjög fjölbreyttar eins & t.d. hettupeysur, nærföt, sokkar, derhúfur, bolir, dagatöl, símahulstur & fleira. Vörurnar seldust flestar upp á klukkutíma en það sem er ennþá til sölu inn á síðunni eru nærbuxur, derhúfur & dagatalið!

Ég er alltaf spennt að sjá hvað Kylie Jenner er að bralla & er virkilega hrifin af vörunum sem hún gefur frá sér. Ég er mjög hrifin af dagatalinu sem Kylie gaf út – set það allavega á óskalistann minn!

x

img_8427.jpgEndilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
trendnet

KENDALL + KYLIE Á ÍSLANDI

FÓLKFRÉTTIRSHOP

kendall-kylie-jenner-topshop-vogue-4-29may15-pr_b_592x888 kendall-kylie-jenner-topshop-vogue-3-29may15-pr_b_426x639

Það eru spennandi tímar framundan hjá Topshop. Í vikunni er von á samstarfshönnun Kendall og Kylie Jenner og Ísland er svo heppið að fá að vera með! Fatalínan kemur í búðir þann 3 júní og ég er orðin nokkuð spennt eftir að fyrstu myndir voru birtar um helgina …

013-topshop-kendall_592x888 012-topshop-kendall_592x888 010-topshop-kendall_592x888 009-topshop-kendall_592x888 005-topshop-kendall_592x888 003-topshop-kendall_592x888 002-topshop-kendall_592x888

Kendall og Kylie eru báðar risa innblástur í tískuheiminum, fylgt eftir hvert skref þar sem stíll þeirra er myndaður í bak og fyrir.  Þær hafa milljónir fylgjenda á samskiptamiðlunum sem telja líklega mínúturnar í fyrslu flíkurnar á slárnar. Það er því ekki að undra að Topshop vilji vinna með þeim og við fögnum því að fá að vera með í stuðinu. Kíkið við í Kringlunni á miðvikudag og berið fleiri flíkur augum. Línan kallar á sumarið, það hlýtur að vera rétt handan við hornið!

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR