Ég fékk mér Pintrest fyrir stuttu og er búin að vera að vafra á því síðan. Mjög sniðugt því þar getur maður safnað myndum á einn stað og þær geymast þar flokkaðar og fínar í staðin fyrir að fylla tölvuna af allskonar albúmum.
Ég er búin að vera mikið að skoða tískuteikningar og pæla í þeim og fann portfolio hjá einni stelpu sem heitir Amy Dee – mega flott! Hún er búin að vera í internship hjá Christoper Kane, Tom Ford, DKNY og var að útskrifast úr University of Westminister.
Bara allt, litirnir, áferðirnar, sniðin – þetta er mega!
Það væri óskandi að kunna að teikna svona.
//Irena
Skrifa Innlegg