fbpx

MA-1 BOMBER JACKET

Þar sem ég er mjög hrifin af bomber jökkum þá langar mig í original MA-1 bomber jakka síðan um miðja síðustu öld. MA-1 bomber jakkarnir voru hannaðir fyrir flugher USA um 1950. Þeir tóku við af frægu leður-pilot jökkunum en bomberinn þótt henta betur allt árið fyrir herinn, bæði hlýrri og þægilegri.

Í dag er þetta lúkk vel þekkt um allan heim en allskonar tískurisar hafa gert eftirlíkingar af jakkanum m.a. Topshop en ég á einmitt grænan þaðan. Fyrirtækið sem framleiddi jakkana fyrst er Alpha Industries og er það enn í dag að selja samskonar jakka, þó í mismunandi útfærslum. Jakkarnir eru í dag að kosta frá 130 dollurum en svo er hægt að finna jakkana ódýrari í vintage búðum. Karin er stödd í Kaupmannahöfn og ætlar að reyna að finna einn vintage fyrir okkur systurnar, held að svartur verði fyrir valinu.

image

image

image

image

image

image

image

image

irenasveins

Skrifa Innlegg