Helginni var eytt á Seyðisfirði en listahátíðin LungA var haldin þar um helgina. Ég var að fara í fyrsta skipti núna í ár og ætla aftur á næsta ári og öll árin þar á eftir þangað til ég verð gömul. Það er líka bara svo langt síðan ég keyrði allt suðurlandið og búin að gleyma hvað Ísland er fallegt. Seyðisfjörður er líka mega og það var næs að vera umvafin fallegum firði í nokkra daga. Ég kom á fimmtudagskvöldið og rétt náði á tónleikana hjá Karin og Loga (Young Karin), en hátíðin er frá sunnudegi til sunnudags. Alla vikuna eru námskeið, fyrirlestrar og aðrir viðburðir í gangi og svo lýkur helginni með uppskeruhelgi; sýningum og tónleikum. Er ekki frá því að á næsta ári muni ég eyða vikunni þarna og læra eitthvað nýtt. Við fengum líka fínt veður og gátum eytt mestum tíma úti og notið góðs félagsskapar. Hérna að ofan eru nokkrar myndir frá hátíðinni – þykir mjög vænt um þessa síðustu.
irenasveins
Skrifa Innlegg