








Ég er búin að vera í rosalega miklum hugmynda og inspo pælingum síðustu daga í sambandi við lokaverkefnið mitt á brautinni sem ég er að útskrifast af núna um jólin. Ég er á Hönnunar og Markaðsbraut í FG, mjög sniðug braut fyrir þá sem langar að læra hönnun og viðskiptafræði í bland við en brautin er 50/50. Ég hef t.d. farið í markaðsfræði, lögfræði, frumkvölðlafræði og fleiri viðskiptatengda áfanga en líka lært tískuteikningu, hönnunarsögu, fatasaum, vefnaðarfræði og fleiri hönnunartengda áfanga. Brautin miðast ekki bara við fatahönnun heldur er hægt að læra ýmsa hönnun. Mjög skemmtileg, framúrstefnuleg braut sem vert er að skoða! Mæli eindregið með henni :)
irenasveins
Skrifa Innlegg