Uppáhalds helgin mín á árinu var síðustu helgi en þá var snjóbrettahátíðin AK EXTREME haldin. Ég er búin að fara síðustu þrjú ár og er þetta orðinn árlegur viðburður hjá mér. Það sem var líka skemmtilegt við helgina er að ég átti tvítugsafmæli á sunnudaginn og því var fagnað mega vel. Ég tók reyndar snjóbrettið mitt ekki með en það var samt alveg nógu gaman að láta aðra um að renna sér og horfa. Burn jibbið var næs og Eimskips gámastökkskeppnin toppaði sig í ár með því ð vera MEGA – það er svo gaman að fylgjast með hátíðinni vaxa ár eftir ár. Að sjálfsögðu voru svo tónleikar öll kvöldin á Sjallanum og það voru margar flottar hljómsveitir að spila. Trúi ekki að það sé ár í næstu hátíð, glatað en get samt ekki beðið!!
Eins og sést kannski á þessari síðu þá er ég léleg að taka myndir en hér eru nokkrar sem mér fannst skemmtilegar:
Ef þú hefur ekki mætt á hátíðina, þá veistu ekki hverju þú ert að missa af! 2-5.apríl 2015 mætti vera næstu helgi fyrir mér, en ég verð víst að bíða.
irenasveins
Skrifa Innlegg