Það er akkúrat vika síðan Alexander Wang x H&M tryllingurinn átti sér stað en þangað mættum við vinkonur rétt fyrir opnun og fannst röðin ekki það slæm. En við enduðum á því að þurfa bíða í rúmlega klukkutíma því að það var hleypt inn í hollum og vorum nokkrum sinnum nálægt því að beila bara á þessu rugli. Ég fékk rækilegan kjánahroll þegar hurðin opnaðist og fólkið hlupu öskrandi inn með tilþrifum en ég get nú ekki sagt mikið því að ég tók jú þátt í þessu fíaskói, hálfskammast mín..
Ég fór ekki með miklar væntingar og var aðallega forvitin að sjá línuna með berum augum en endaði á því að verða ansi skotin. Skemmtilegt að segja frá því að ég náði ekki að kaupa toppinn lengst til hægri í fyrstu ferð því að það var ung stúlka sem bókstaflega reif hann úr höndunum á mér þegar ég tók hann upp. Til að gera langa(og kjánalega) sögu stutta þá var sá toppur í medium og hefði sennilega verið of stór á mig hvort sem eð þannig ég gafst bara upp og leyfði táninginn að kaupa hann úr því að henni langaði svona ofboðslega í hann. Síðan nokkrum dögum síðar var ég með vinkonu minni í H&M og það voru örfáar flíkur eftir af línunni en sé ég þá ekki þennan besefans topp, í minni stærð, allur sjúskaður. En ég átti greinilega að eignast hann og þannig fór það nú.. línan kom s.s. skemmtilega á óvart og ég hefði jafnvel viljað 1-2 flíkur til viðbótar en ég verð að segja að ég er ekki viss um að ég taki þátt í þessari vitleysu aftur að ári!
..
ALEXANDER WANG x H&M madness..
Got myself 3 really nice pieces but this might be the last collaboration for me. What a circus!
PATTRA
Skrifa Innlegg