Hér kemur hið vikulega uppskriftarhorn Pöttru. Að þessu sinni af uppáhalds salati okkar hjóna..
Í salatinu : (salatið er ekki alltaf endilega eins hjá mér, eins og ég segi þá nota ég ekki uppskrift.)
- Keypti tilbúið salatmix –Kínakál – Hvítkál – Gulrætur (bætti við auka gulrótum)
- Mynta og Kóríander
- Vorlaukur og Rauðlaukur
- Gúrka
- Jarðhnetur
- Ég mæli einning með baunaspírum sem var ekki til í búðinni að þessu sinni
Grænmetið skorið niður og komið fyrir í skál síðan strái ég jarðhnetunum yfir.
- Soja & Fiskisósa
- Hoisinsósa
- Sesamolía
- Chili
- Lime
- Hvítvíns edik
- Hvítlauksduft, þurrkað sítrónugras og ramsløg(ramsons)
Ég blanda í skál ca 3 matskeiðar af hoisinsósu / 2 matskeiðar af sojasósu, fiskisósu og hvítvíns ediki / heil lime / chili eftir smekk svo nokkur kvörn af hvítlauksdufti og þurrkuðu jurtunum. Þessu er blandað vel saman og að lokum set ég dass af kóríander út í. Ég dressa svo salatið duglega en hef svo afganginn af dressingunni með aukalega.
Steikurnar kryddaðar og steiktar í pönnu
Steikurnar skornar í bita og salatið borið fram!
Svona lítur þetta síðan út eftir nokkrar mínutur, vúps! OG Já -við slátruðum þessu bara tvö. Hvernig líst ykkur á ?
Þetta salat slær alltaf í gegn í hvert einasta skipti, orð að sönnu.
PATTRA
Skrifa Innlegg