fbpx

Pattra S.

MÁNUDAGS DINNER

a la Pattra

Ég og sambýlingurinn minn vorum að snæða fínustu máltíð áðan þannig að mér fannst upplagt að henda því hingað inn úr því að það er nokkuð langt síðan síðasta matarblogg. Ofsa einfaldur og góður marineraður kjúlli..

Fyrir ofninn.

Ferskur&ilmandi út úr ofninum!

Meðlæti, soðið grænmeti með sesamolíu og franskar bara útaf því að ég átti ekki hrísgrjón.

Í marineringunni:
Kókósmjólk, ég notaði light uþb 2 litlar dósir.
Engifer eftir smekk (ég notaði engifersmauk).
Hvítlaukur eftir smekk (pressað).
1/2 Lime.
Skvetta af Worchestersósu.
Skvetta af Ostrusósu.
Fersk Chillí eftir smekk.
Graslaukur.
Krydda eftir smekk, sjálf kryddaði ég bara örlítið með kóríander fræ – þurrkaðar salvía og salt&pipar.
 

Ég blanda þessu bara öllu saman í eldafast mót svo set ég bitana(einnig gott að nota bringur) í og mauka öllu vel saman. Best væri ef kjúklingurinn fær að marinerast í dágóða stund en að þessu sinni hafði ég bara engann tíma til þess en bragðið var engu að síðu sterkt. Síðan set ég þetta inn í ofn í ca 45 mínutur og mikið var þetta æðislega gott.. bragðlaukarnir tóku trylltan dans.

PS 

WEEKEND

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Helgi Ómars

    24. September 2012

    ókei nei HALLÓ, þú drepur mig! mikið hlakka ég til að fá dinner boð frá þér ;D xxx

  2. Pattra's

    24. September 2012

    Húsið er alltaf opið ;)

    Þurfum svo líka að snillast saman í Köben, hitti alveg á vinnusjúka helgi hjá þér!

    Xx

  3. Annetta

    24. September 2012

    mmmmmm nammi!! Prufa þetta pottþétt fljótlega!!

  4. Margrét Ósk

    24. September 2012

    Guð hjálpaðu Möngu hvað þetta er girnó Putti!

  5. Elísabet

    24. September 2012

    Nammmiiii girnilegt. Myndarlega þú!

  6. Pattra's

    24. September 2012

    Mmm já :) Þetta var svo gott og easy breasy!

  7. Ásdís Svava

    25. September 2012

    mmmm langar mikið í smakk :)

  8. Inga Hrönn

    25. September 2012

    Okei nammi alltof girnilegt, myndarlega húsmóðir ! Ég er svo mikið að fara gera þetta um helgina

  9. Berglind

    30. September 2012

    Mmmm þetta ekkert lítið girnilegt.. :)