Það er búið að taka mig LANGAN tíma að byrja skrifa þennan bloggpóst en ég hef setið við tölvuna meira og minna í allt kvöld en orðin voru ekki beinlínis að streyma út eins og vanalega. Já, það er bara nokkuð erfitt að koma sér aftur í gang eftir svakalegt rútínuleysi en ég hef verið á miklu flakki í allan júní og heimsótti samtals 5 borgir í 4 löndum. Umleið og við komum heim frá Dubai tók ég á móti eldhressum vinkonum mínum og við eyddum næstu þremur dögum í tryllta dagskrá á Northside tónlistarhátíð þar sem við áttum ógleymanlegar stundir saman. Það var svo ljúft að fá vinkonuheimsókn og algjörlega langþráð þannig að ég gleymdi mér alveg þessa tæpa viku sem þær voru hjá mér. Svo til þess að toppa þetta rútínuleysi hjá okkur hjúum þá fórum við í spontant helgarferð með vinafólki okkar til Hamborgar um helgina, það er nú greinilegt að maður dýrkar ferðalög! En nú, blessunarlega, tekur rútínulífið við(allavegana næstu 5 daga) og ég mun svo sannarlega standa mig mun betur hér á blogginu, lofa!
..
It’s really hard to start blogging again after you have been slacking for so long, been sitting in front of the computer for ages but the words weren’t exactly flowing. June was kinda crazy, 5 cities in 4 countries which means absolutely no routine so the blog suffered in progress. But this week is back to basic and we are finally home(at least for the next 5 days) and I’m definitely gonna show up here a lot more, like a lot a lot!
PATTRA
Skrifa Innlegg