fbpx

Pattra S.

FYLLT PAPRIKA

a la Pattra

Þá er komið að matarbloggi vikunnar og ég er með tvær skemmtilegar staðreyndir. 1.Ég elska að fylla hluti & 2.Ég elska að matreiða eitthvað sem býður upp á ýmsa valmöguleika og mixi.

Fyllt paprika er tilvalið í brunch, tapas eða sem meðlæti og ég geri þennan rétt gjarnan þegar mig vantar að útbúa eitthvað fyrir sjálfa mig, létt og laggott!

SONY DSCSONY DSC

Fyllingin: eggkalkúnabeikonmozarellaosturspínatsveppir. Hér var ég búin að steikja eggin og beikonið. Næsta skrefið er að steikja ostinn, spínatið og sveppina saman léttilega á pönnu.

SONY DSC

Svona lítur þetta síðan út þegar það var búið að blanda fyllingunni saman.

SONY DSCSONY DSC

Paprikan er svo kjarnahreinsuð og fyllt rausnarlega, að lokum skar ég þunnar sneiðar af tómötum og setti yfir ásamt því að krydda með þurrkuðum lauki. Hér má einnig strá osti yfir en það var bara ekki pláss hjá mér í þetta sinn. Þessu er síðan skellt inn í ofninn í cirka 15 min á 180 gráðum.

SONY DSC

Kryddin sem ég notaðist við þegar ég var að útbúa fyllinguna.

SONY DSC

Brakandi gott úr ofninum!

..

I love stuffed food, obviously! Today I made stuffed peppers for brunch but I like making these when I’m cooking only for myself. The stuffing of today’s choice is eggsturkey baconmozarellaspinachmushrooms. Topped with thin slices of tomatoes before popping it into the oven for about 15 minutes, easy and yummy!

PATTRA

HAY x HEIMA

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Karen Lind

    10. October 2013

    Well hello there masterchef!

    Þú ert ekkert smá lagleg í eldhúsinu :-)

    • Pattra S.

      11. October 2013

      Hehe, Danke..
      Jújú, maður finnst svoddan gaman að athafnast í eldhúsinu :)

  2. Annetta

    11. October 2013

    Úff þetta lítur allt of vel út. Verð að prófa!! x