Dugnaðarforkurinn Theodóra hringdi í mig þegar ég var á Íslandi nú á dögum og bað mig um að koma og aðstoða við myndatöku á Frozen hárbókinni, að sjálfsögðu þáði ég boðið með glöðu geði og átti skemmtilegan dag með snilldar teymi!
Ég heimsótti As we grow og sótti fallegar flíkur, bráðskemmtilegt húsnæði.
Magnea með allt á hreinu, ég aðstoðaði hana meðal annars við stílseringuna.
Gerði þennan blómavegg og var sjúklega sátt með útkomuna!
Og svo smá pósa..
Spáð og spékúlerað.
Meistarar in action.
Svakalegt útsýni hjá Brandenburg
Saga Sig kann svo sannarlega sitt fag!
Blessuð börnin
Að lokum var splæst í diskóhár þar sem ég var á leiðinni í afmæli..
Annars eyddi ég síðustu viku meira og minna í keleríi við eiginmanninn þar sem við áttum viku endurfund áður en við vorum aftur komin á ferð og flug. Hann er staddur í æfingaferð með fótboltaliðinu sínu og ég er mætt í heimsókn til mömmu í Þýskalandi. Það er yndislegt að sjá hana aftur eftir svona stuttan tíma en við vorum báðar í Thailandi(síðast fyrir 15 árum!) í desember. Ég er afar þakklát fyrir okkar tíma saman þar sem ég sé hana vanalega bara einu sinni á ári.
Bestu frá Þýskalandi X
..
Had a great day while I was back in Iceland at a fun photo shoot for Frozen hair tutorial book but the author is my friend and fellow blogger Theodóra.
PATTRA
Skrifa Innlegg