fbpx

Pattra S.

EGGJAMUFFUR MEÐ KOTASÆLU

a la Pattra

 Ég er algjör brunchfíkill en fyrir mér er ekki hægt að byrja daginn betur en með alvöru góðum mat! Annað sem ég elska er egg og mér þykir einstaklega gaman að útbúa allskyns egg í eldhúsinu meðal annars þessar dýrindis muffur.

SONY DSC

 Þetta er svona réttur sem þú getur notað það sem þú átt inn í ísskáp að hverju sinni. Ég hefði vanalega notað kalkúnabeikon en það var ekki til í búðinni í þetta skiptið.

Byrja á því að malla saman lauk, sveppi, beikon, papriku og graslauk upp úr kokósolíu og krydda eftir smekk -ég nota til dæmis hvítlauksduft,  paprikuduft, þurrkað oreganó og cayenne pipar. Því næst hræri ég saman eggjum og kotasælu og krydda örlítið með sojasósu síðan er mixunum skellt saman. Lokaskrefið er að hella mixinu í smurt bollakökuform, skera tómata í þunnar sneiðar leggja það ofan á ásamt rifnum osti og þurrkuðu oreganó. Þessu er síðan skellt inn í ofn og bakað í 190 gráðum í cirka 25 min, fer eftir ofni því um að gera að fylgjast bara vel með.

SONY DSC

 Namminamm. Þessar eru sko tilvaldar í helgarbrunch og ég hvet ykkur eindregið til þess að prófa.

Manninum mínum fannst bragðið minna á pítsu.. það er nú ekki verra!

..

I’m a total brunch addict and for me there’s no better way to start your day than with a proper good food. One other thing I also love is egg, boiled, fried, poached, omelett -you name it. I love making all kinds of egg muffins, this time with cottage cheese which turned out so nicely. Perfect weekend’s brunch!

PATTRA

Blómamyndir @HEIMA

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    22. November 2013

    NAMMI! Ég verð að prófa!!

    • Pattra S.

      22. November 2013

      Þetta er svo G O T T ;)

  2. Ása Regins

    24. November 2013

    oh ég ætlaði að gera þetta í dag fyrir Emil.. haha.. geri þetta þá bara á morgun ! Þetta hljómar alveg delish :-)

    • Pattra S.

      24. November 2013

      Hlakka til að heyra hvernig til tekst!
      Mjög easy og oh sooo good :))

  3. Theodóra Mjöll

    25. November 2013

    Ó vá, ég verð svo svöng á að horfa á þetta! Þetta verður sko prófað! =)

    • Pattra S.

      26. November 2013

      Mmmm mæli sko eindregið með þessu ;)

  4. Anna Lind Björnsdóttir

    27. November 2013

    namminamm ætla að prófa þetta sem fyrst, lítur frekar girnilega út hjá þér putti minn :)

    • Pattra S.

      27. November 2013

      Líst vel á þig elsku sælkerinn minn ;)