fbpx

TRYLLTUR KJÚKLINGABORGARI MEÐ HEIMAGERÐRI BBQ SÓSU


Mér þykir ótrúlega gama að deila með ykkur uppskriftum sem ég prófa. Þessi uppskrift slóg algjörlega í gegn og er að finna í uppskriftabók eftir Chrissy Teigen. Rifinn kjúklingur í heimagerðri BBQ sósu á hamborgarabrauði með hrásalati. Þetta eru nokkur hráefni og tekur smá tíma að elda þennan rétt en það er vel þess virði. Það kannast ef til vill margir við Pulled Pork samloku en þessi réttur er í raun afar svipaður nema í staðinn fyrir svínakjöt er notaður kjúklingur. Mér fannst þessi réttur persónulega betri!
Uppskrift fyrir 6

Hráefni fyrir kjúklinginn
575g úrbeinuð kjúklingalæri
1 sátt saxaður laukur
3 hvílauksgeirar
2 msk tómatapúrri
125 ml tómatsósa
85 ml tómata sósa (heinir tómatar hakkaðir í sósu í dós)
60 ml eplaedik
2 msk púðursykur
1 tsk sinnepsduft
1 tsk þurrkaður chilli
60 ml vatn
Salt & pipar
Olía
Hamborgarabrauð

Hráefni fyrir hrásalatið
225 g hvítkál
225 g rauðkál
1 gulrót
Sirka 10 cm af blaðlauki eða 3 ræmur vorlaukur
150 g ananas í dós, smátt saxaður
180 ml mæjónes
2 msk. eplaedik
salt & pipar

BBQ Kjúklingurinn
Aðferð:

Saltið og piprið kjúklinginn vel á báðum hliðum. Finnið til stóran pott og hitið hann á miðlungshita með olíu. Steikið kjúklinginn á báðum hliðum þar til hann hefur fengið gullbrúnan lit. Betra er að gera það í nokkrum skömmtum ef potturinn er ekki nógu stór fyrir allan kjúklinginn. Færið kjúklinginn síðan yfir á disk.

 1. Bætið smátt söxuðum lauk í sama pott og steikið hann í 10 mínútur eða þangað til hann er orðinn gullbrúnn. Bætið þá hvítlauknum útí og steikið í 2 mínútur til viðbótar.
 2. Þar næst bætið þið tómatpúrrunni við og steikið í aðrar 2 mínútur.
 3. Tómatsósa, 60 ml af vatni, eplaedik, púðursykur, chillikrydd, sinnepsduft, salt og pipar er síðan skellt út í pottinn. Blandið öllu vel saman og hækkið í hitanum og fáið suðuna upp. Lækkið síðan hitann og látið malla í 5 mínútur eða þangað til að sósan hefur þykknað.

Bætið kjúklingum við í pottinn ásamt öllum safanum sem hefur myndast á disknum. Látið kjúklinginn malla í sósunni á lágum hita í klukkutíma. Fylgist með inná milli og ef sósan er of þykk þá bætið þið við örlitlu vatni inná milli. Takið af hitanum  og leyfið kjúklingum aðeins að kólna. Finnið til tvo gaffla og rífið kjúklinginn niður í ræmur.

Hrásalat aðferð:

 1. Smátt saxið hvítkálið, rauðkálið, gulrótina og ananasinn í stóra skál. Blandið saman mæjónesi, eplaediki, salti og pipar í aðra skál og hellið síðan yfir í stóru skálina og blandið öllum hráefnunum saman. Setjið inní ísskáp á meðan kjúklingurinn er að eldast.
 2. Setjið kjúklinginn á hamborgarabrauð, hrásalatið yfir og lokið.
  Fullkomin uppskrift fyrir helgina.
  Ég er orðin svöng að vinna í þessari færslu!
  Marta Rún

GETIÐ ÞIÐ HJÁLPAÐ MÉR MEÐ BA RITGERÐINA MÍNA?

Skrifa Innlegg