fbpx

Stökkar kartöflu klessur

Það er oft sem ég bý til uppskriftir en mér finnst líka ótrúlega gaman að deila með lesendum uppskriftum sem ég prufa frá ýmsum matreiðslubókum og bloggum. Hér er uppskrift af skemmtilegu meðlæti úr bókinni hennar Chrissy Teigan Cravings.

Ég er mikið fyrir sterkan mat og ég er mikill aðdáandi Buffalo sósu! Gefur þá til kynna að mér hafi fundist þessi réttur góður!
Gott meðlæti getur oft verið aðal atriðið að góðri máltíð!

Kartöflur:
1-1.5 kíló litlar kartöflur
1/2 bolli olía
1 tsk salt
1 tsk pipar
Lúka af smátt saxaðri steinselju eða graslauk
Buffalo sósa að eigin vali.

Gráðostasósa:
1/4 bolli sýrður rjómi
1/2 bolli mulinn gráðostur
2 msk mæjónes
Salt og pipar

Aðferð:
Hrærið saman sýrðum rjóma, gráðosti og mæjónesi ásamt svörtum pipar. Hrærið þangað til þið eruð komin með rétta áferð af sósu og smakkið til.

Kartöflu Klessur

Hitið ofninn í 200°

Sjóðið kartöflurnar í 10-12 mínútur í söltuðu vatni þangað til þú getur aðeins potað í þær með gaffli.
Sigtið vatnið frá og leggið til hliðar í nokkrar mínútur þangað til þær hafa þornað og kólnað aðeins.

Raðið þeim á ofnplötu með bökunarpappír, notið gaffal til þess að rétt kremja þær niður. Þó að þær haldist saman en fari ekki í sundur þannig farið varlega. Hellið olíu yfir, saltið og piprið.

Setjið í ofninn í 15-20 mínútur þangað til þær eru orðnar gullbrúnar og stökkar.

Þegar þær eru tilbúnar færið þær á stóran disk, hellið smá Buffalo sósu yfir og svo gráosta sósu hér og þar á diskinn.
Stráið yfir steinselju eða söxuðum graslauk.

GRILLAÐUR KJÚKLINGUR MEÐ FERSKJUM OG MOZZARELLA

Skrifa Innlegg