fbpx

SPAGHETTI MEÐ MÖNDLUPESTÓI

Þetta er mögulega eitt besta pasta sem ég er hef smakkað, ég er mikil pastakona en þessi blanda af pestó og ostinum þetta er algjör sprengja af bragðlaukum. Eftir að ég smakkaði pestóið þegar ég var að elda ákvað ég strax að gera meira af því til að eiga inní ísskáp og daginn eftir með brauði. Ég er búin að gera það nokkrum sinnum eftir það og þetta er alveg frábært pestó.
Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst! Í réttinum er burrata ostur sem er mýkri en mozzarella, þið gætuð fundið þá í ostabúðum annars dugar mozzarella ostur.

Hráefni:
Fyrir 4

½ bolli ristaðar möndlur, ristaðar í 10 mínútur í 200° ofni
¾ bolli sólþurrkaðir tómatar
1 lúka steinselja
1 lúka basilika
2 hvítlauksgeirar
½ tsk chiliflögur
½ tsk salt
1/3 bolli ólífuolía
¼ bolli rifinn parmesan ostur
400g spaghetti
100 g burrata eða ferskur mozzarella ostur

Aðferð:

  1. Setjið ristuðu möndlurnar í matvinnsluvél í nokkrar sekúndur.
  2. Bætið tómötum, steinselju, basiliku, hvítlauk, chilliflögum, olífu olíu og salti útí matvinnsluvélina og búið til mauk sem minnir á gróft hnetusmjör. Það er betra að hafa maukið aðeins gróft.
  3. Færið pestóið yfir í stóra skál og rífið parmesan ost útí og blandið saman.
  4. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum og bætið smá salti út í vatnið við suðu.
  5. Þegar pastað er tilbúið takið 1 bolla af pastavatninu frá og sigtið restinu af vatninu frá.
  6. Hellið pasta vatninu sem þið tókuð til hliðar út í pestóið smátt og smátt þangað til að pestóið er orðið mjúkt og rjómakennt.
  7. Blandið þá pastanu saman við pestóið og rífið burrata eða mozarella bita yfir ásamt ferskri basiliku og parmesan osti. Einnig er gott að hafa sólþurrkaða tómata. 

     


    Marta Rún

MIÐJARÐARHAFS-KJÚKLINGARÉTTUR Á PÖNNU

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Matargat

    26. April 2019

    Geggjuð uppskrift en hvar kemur ólífuolían inn í uppskriftina?