Ég sá fyrir ekkert svo löngu viðtal við Kylie Jenner þar sem hún nefndi að upphaldsmaturinn sinn væri shrimp tacos. Hún gerði myndband af því á appinu sínu sem ég sá svo á YouTube. Í þeirri uppskrift voru samt sem áður tilbúnar kryddblöndur frá fyrirtækjum sem voru ef til vill að borga fyrir myndbandið. Ég gerði smá rannsóknarvinnu með hvað var í þessum kryddblöndum og prufaði mig áfram. Ég bauð fólki í mat og allir voru þvílíkt ánægðir með útkomunina. Þessa uppskrift á ég klárlega eftir að gera aftur og aftur.
Myndbandið frá henni má finna hér.
Hráefni:
800g ferskar rækjur
1 tsk paprikukrydd
1 tsk cumin krydd
1/2 tsk chillikrydd
2 stórir laukar
Rifinn ostur
Ferskur kóríander
blaðlaukur
3 lime
Sýrður rjómi
2 avocado
Fersk salsa sósa eða í krukku
litlar tortilla pönnukökur
4-5 tómatar
Olía
Salt og pipar
Taco skeljar
Ég fékk alveg ótrúlega mikið af athugasemdum eftir að ég setti á Instagram story hvernig taco skeljarnar eru búnar til og héðan í frá mun ég alltaf gera taco á þennan hátt.Veldu pönnu sem er aðeins stærri en pönnukökurnar, settu 3 matskeiðar af olíu á pönnuna og stilltu á háan hita. Notaðu tangir til þess að beygja pönnukökuna í taco-skeljaform og steiktu eina hlið í einu í 30 sek hvor. Gott er að nota töngina á milli til þess að búa til smá bil á meðan þú steikir pönnukönuna. Þú ert nánast að djúpsteikja pönnukökuna og svo skiptiru um hlið og leggur á stóran disk með eldhúspappír sem sogar í sig olíuna og gerir hana ennþá stökkari. Pönnukakan verður þar af leiðandi stökk að utan en ennþá pínu mjúk að innan. Ég er að segja ykkur það, þetta á eftir að breyta mexíkóska lífinu ykkar.
Rækjumix
Byrjið á því að skera rækjurnar í 3 bita hvor og setjið í skál. Kryddið með 1 tsk papriku, 1 tsk cumin, 1/2 tsk chillikrydd, salt og pipar og blandið öllu vel saman með skeið. Skerið laukinn og tómatana í litla bita og steikið á pönnu á miðlungshita í 3 mínútur eða þangað til laukurinn fer að verða aðeins glær. Bætið við ferskum kóríander og 1/2 kreistri lime. Bætið þá við rækjunum og blandið öllu vel saman og steikið í um 5 mínútur eða þar til þær eru appelsínugular.
Meðlæti
Berið fram með avokado og fersku guacamole og salsasósu.
Osti, snakki, sýrðum rjóma, blaðlauk og lime.
Ég er mikill aðdáandi Corona, lime og Mexico matar.
Ef þú ert með meira fjör þá mæli ég líka með Margarítum en það má finna uppskrift af einni slíkri.
Marta Rún
Skrifa Innlegg