fbpx

PASTA SALAT

MaturMEATLESS MONDAY

Mig langar að kynna ykkur fyrir smá átaki sem ég hef tekið þátt í nokkur ár sem heitir Meatless Monday. Meatless Monday virkar þannig að á hverjum mánudegi sleppi ég öllu kjöti og reyni að elda nýja grænmetisrétti. Held það viti það flestir að það þarf að minka kjötneyslu í heiminum og allir geta gert smá. Ég er ekki grænmetisæta eins og hefur sést en ég vill samt sem áður gera mitt að mörkum. Ég versla það sem ég get lífrænt og reyni að hafa meira jafnvægi í grænmetisréttum og kjötréttum á hverri viku. Það hefur það aukist til muna eftir að ég byrjaði í þessu átaki vegna þess hversu góða grænmetisrétti er hægt að gera. Þeir réttir sem eru ekki með kjöti mun ég setja í MEATLESS MONDAY dálk og þá ættir þú með tímanum að geta fundið nýjar uppskriftir.
……

Kalt pastasalat er frábær réttur til að gera með fyrirvara til að geyma inní ísskáp. Þú getur gert stóra skál af pastanu með hvaða grænmeti sem þér finnst gott. Rétturinn er í raun bara eldað pasta með fersku grænmeti, ferskum mozzarella osta, og smá dressingu. Ótrúlega einfalt að búa til.

Hráefni

 • 500 g pasta af eigin vali
 • 2-4 gulrætur
 • 1 rauðlaukur
 • ferskur aspas
 • 1-2 stangabaunir
 • 1 pakki kirsuberjatómatar
 • 1 rauð paprika
 • 1 pakka litlar mozzarella kúlur

Dressing

 • 80 g ólífu olí
 • Safi úr 1 sítrónu
 • 2 mask majónes
 • 1 tsk oregano
 • 1 tsk basil
 • Salt & pipar

Aðferð:

Blandið öllu vel saman í skál.

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum, sigtið vatnið frá og setjið í stóra skál. Hellið ólífuolíu yfir og hrærið saman og setjið inní ísskáp.
Sjóðið aspasinn og baunirnar í 2-3 mínútur og færið síðan yfir í skál með köldu vatni og klökum í nokkrar mínútur. Skerið aspasinn og baunirnar í litla bita ásamt grænmetinu og bætið við pasta skálina. Skerið mozzarella kúlurnar í helming og bætið þeim einnig við.
Blandið öllu vel saman ásamt dressingunni.

Kreistið sítrónu yfir ásamt smá salti og pipar og smakkið til.

Viltu vera með í átakinu og fá fleiri hugmyndir af grænmetisréttum ? Endilega láttu mig vita með því að klikka á like.
-Marta Rún

SPÆNSKT LAMBALÆRI

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Hildur

  29. October 2018

  Hæ Marta!

  Mig langaði að forvitnast um hvort þínar gömlu uppskriftir sem voru á femme.is komi hingað inn? Ég hef oft gert Canneloni eftir uppskrift frá þér ásamt fleirum svakalegum góðum og sakna þeirra! :)

  • Marta Rún

   30. October 2018

   Sæl Hildur, ég er þessar mundir að skipuleggja gömlu bloggfærslunum og koma þeim á einn stað. Endilega sendu mér tölvupóst á martarun@trendnet.is og ég skal senda þér uppskrift ef þig vantar eitthvað sérstakt.
   Bestu kveðjur,

 2. Andrea Röfn

  30. October 2018

  Þetta ætla ég að prófa!