fbpx

Pares Balta Vínekran

Ég svara tölvupóstum í hverri viku um Barcelona, hvað eigi a sendi eigandinn mér póst  að hann væri búin að fá mikið af heimsóknum frá Íslendingum sem ég er mjög ánægð með. Meira að segja fyrirtæki í árshátíðarferðir.  Hann sjálfur er ótrúlega heillaður af Íslandi og hefur ferðast nokkrum sinnum sjálfur til Íslands þannig hann tekur sérstaklega vel á móti þeim gestum sem hann veit að eru Íslendingar.

Ég hef sjálf farið þangað 4 sinnum síðan ég flutti til Barcelona og ég þekki orðið vel til. Mig langaði því til að deila þessum meðmælum mínum.

Það sem heillar mig hvað mest við Pares Balta, fyrir utan hvað mér finnst vínin frá þeim ótrúlega góð, er að öll vínin eru 100% lífræn og framleiðslan er “bio-dynamic”. Það tók Pares Balta mörg ár að fá vottaðan stimpil fyrir að vera lífræn frá Evrópusambandinu enda eru mikið af reglum og óvæntum heimsóknum á hverju ári sem þarf að fylgja. Margir halda að lífræn vín séu bara einungis innihaldið en það er tekur til allt frá því að vínberjatrénu er plantað og þangað til flaskan er opnuð. Það er engin áburður notaður sem eitrar jarðveginn fyrir skordýrum eða sveppum heldur eru lífrænar leiðir notaðar eins og til dæmis kindur sem eru þarna fyrir yfir ákveðin tímann látið borða arfa og gras og ýmsar plöntur sem fæla illgresi frá.

Þegar þið sjáið fyrir ykkur vínekrur röð í röð og sjáið bara hreina mold og ekkert gras, strá eða arfa þá er búið að eitra fyrir því. Hvert fer það? Jú í plöntuna og skemmir náttúruna og líf í kring.

Með þessum orðum er ég ekki að segja að ég drekki bara 100% lífræn vín en ég reyni að gera það því mér líður betur. Hefur þú fengið hausverk eftir 1-2 vínglös? Prufaðu hvort lífræn vín virki!

Heimspekin er í raun hringrás lífsins. Að hugsa vel um jörðina því það er verið að taka frá jörðinni. Engin efni, eitur eða inngrip á  og náttúran sér um að veita þeim vínberin. Ef það rignir lítið eitt árið og uppskeran ekki mikil þá er það náttúran sem sér um það.

Það sem er líka merkilegt Pares Balta að það eru tvær víngerðarkonur sem stjórna öllu, það er  mjög sjaldgjæft í víngeiranum. Þannig female power!

Til að heimsækja þarf að taka lest sem tekur það rétt um klukkutíma frá miðborg Barcelona því þarf engin að keyra eftir vínsmökkun!

Heimsóknin sem ég mæli með er að taka bílferðina þar sem er keyrt um vínekruna, upp í fjall skoðað náttúruna og hvað svæðið hefur upp á að bjóða og svo endað í vínsmökkun. Einnig er hægt að panta mat aukalega eins og við stelpurnar gerðum.
Hluta af vínunum er hægt að finna á Íslandi í ríkinu og á veitingastöðum.

Ég fór síðast með Arnóri, vinafólki okkar frá Íslandi og tveimur spænskum vinkonum og það var æðisleg ferð!
Þá sá einn af eigendunum hann Joan um ferðina ásamt dóttur sinni þar sem var keyrt uppá topp og skálað.


Á heimasíðunni hjá Pares Balta getur þú fundið allar upplýsingar.

Þessi færsla er ekki gerð í samstarfi við fyrirtæki heldur einungis af áhuga og vinskap sem hefur myndast.

Hefur þú farið? Láttu mig endilega vita hvað þér fannst hérna í athugasemdum? Mér þætti gaman að heyra!

Lambalæri í indversku ívafi

Skrifa Innlegg