fbpx

Hvernig á að setja saman ostabakka?

Hvernig á að setja saman hinn fullkomna ostabakka?

Lærðu að búa til hinn fullkomna ostabakka fyrir veisluna, matarboðið eða kósýkvöldið!
Það eru engar reglur sem þarf að fylgja um sérstakt ostaval en hér eru nokkru góð ráð sem góð eru að hafa í huga.

3 tegurnir af áferðum – Það skiptir ekki máli hvaða ost þú ert að nota heldur er betra að fara með nokkrar tegundir af áferðum á ostunum.
Hafðu einn harðan ost t.d Primadonna, góðan parmesan eða manchego ost.
Hafðu einn mjúkan, camembert, geitaost, rjómaostablöndu.
Einn milli, getur verið mjúkur gouda, blámygluost eða kúaost sem einhverskonar kryddi eða bragði.

Stökkt–  Það er alltaf gott að hafa eitthvað stökkt með, kex eða hnetur. (mæli ekki með að velja saltað kex því það getur breytt bragðinu á ostinum.

Sætt Ferskir ávextir, smá sulta, þurrkaðir ávextir passa vel með öllum ostum.

Kjöt –Gott getur verið að hafa tvær tegundir af kjöti. Til dæmis eina krydd pulsu og eina tegund af skinku eða salami.

Notaðu ímyndurnaraflið– Notaðu tannstöngla  og settu ólífur og fetaost saman á þá, og hvað sem þér dettur í hug. Settu sultu yfir ostinn eða beint á bakkann. Hafðu blóm á bakkanum eða eitthvað skemmtilegt.

Vín– Eitt sem er mikilvægt er að hafa góð vín til að para með. Rauðvín, hvítvín eða freyðivín. Það þurfa vera engar reglur að vera ef þér það finnst það gott saman þá heldur þig við þá reglu. Alltaf gott að bjóða uppá báðar tegurnir þegar þú ert með veislu því sumum finnst hvítvín og ostar betra og sumir kjósa rauðvín.

Prufaðu þig áfram og leiktu þér með það sem þér finnst gott  og hafðu bakkann bara frekar troðinn og mikið á honum og hann verður fallegur.

Hér er ostabakkinn sem ég gerði fyrir útskriftina mína.

HOLA, SANGRÍA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Andrea

    8. August 2019

    Hljómar mjög vel, hendi mér í þetta eitt sumarkvöldið. Ég skildi samt ekki alveg seinni hluta greinarinnar, einhverjar villur þar.