fbpx

HOLA, SANGRÍA

Ég er verið í svolitli lægð undanfarið, það að byrja í nýrri vinnu, vera með nokkur verkefni á Íslandi, heimsóknir og plana útskrift tók svolítið á og ég þurfti aðeins að forgangsraða og skipuleggja mig uppá nýtt.

Ég er með mikið efni af efni sem ég á eftir að setja inn, skemmtilegar uppskriftir, kokteila, útskriftar matinn og fleira.

En inní helgina ætla ég koma með mína uppskrift af heimagerðri Sangríu sem ég lærði að gera hér í Barcelona á Tapas námskeiði og er ekkert mál að gera.

Hráefni:

1 flaska spænskt rauðvín (ekki of þunga)
½ appelsína
½ sítróna
1 Epli, ferskja eða pera
bláber, hindber eða jarðaber
2-3 tsk brúnn sykur
1/3 bolli Cointreau
¼ bolli brandy (má sleppa)
2 Kanilstönglar
½ dós límonaði (fanta lemon)
klakar

Aðferð:

Setjið klaka í stóra könnu, setjið sykur i könnuna og hellið rauðvíninu og Cointreau líkjörinu og brandí og hrærið saman. Bætið við límonaði og svo þeim ávöxtum sem þið ætlið að nota ásamt kanil stönglunum.
Látið standa í kæli í 15 mínútur til þess að sangrían nái aðeins að taka sig og bragðir fá ávöxtunum kemur áður en þið berið fram.

Skál!

NÁMIÐ MITT Á BIFRÖST

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    19. July 2019

    Snilld inn í helgina .. !