Ég persónulega man ekki hvenær ég keypti síðast tilbúna pastasósu og hef í mörg ár gert hana sjálf. Mér þykir þessi sósa alltaf best og geri ég hana reglulega með hvaða pasta sem er. Hún er mjög einföld að gera og miklu hollari. Ég geri oftast þessa stóru uppskrift þó að ég sé oftast að elda fyrir 2 en ég set hana þá í frysti og hita hana upp næst þegar ég geri pasta.
Hráefni: í stóra uppskrift
4 X 400 g heilir tómatar í dós
3 hvítlauksgeirar
½ ferskur Chillí-pipar
Ein lúka af ferskri basilíku
Salt & Pipar
Aðferð:
Setjið tómatana í skál og sigtið vökvann úr dósunum frá. Brjótið tómatana upp í höndunum.
Fyllið eina dós af vatni og hellið í skálina. Saxið hvítlaukinn og chillí-piparinn smátt. Takið laufin af basilíkunni og saxið gróflega. Notið stóra pönnu og hitið hana með ólífuolíu á miðlungshita. Steikið hvítlaukinn og chillí-piparinn í 2 mínútur, bætið síðan tómötunum og basilíkunni við. Saltið og piprið og fáið suðuna til að koma upp. Lækkið síðan hitann niður og leyfið sósunni að malla í 30 mínútur eða þangað til að hún er orðin þykk og tilbúin.
Þessi sósa gerir alla einfalda pastarétti af lúxusmat og svo ennþá meiri lúxus og rífa parmesan ost yfir.
Þessi réttur passar einnig vel fyrir meatless monday í dag !
Marta Rún
Skrifa Innlegg