fbpx

HALLÓ TRENDNET

Ég ætla að hafa fyrstu færsluna stutta kynningu á mér. Marta Rún heiti ég, búsett í Barcelona og hef verið síðastliðin tvö ár. Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á matargerð, góðu víni og skemmtilegu fólki. Ég er ekki ný í bloggheiminum en ég hef síðustu 5 ár bloggað á heimasíðunni FEMME.is. Mér fannst komin tími til á að gera smá breytingar og ná til fleiri lesenda. Ég eignaðist nokkrar af mínum bestu vinkonum í gegnum FEMME.is og hef haft frábæra samstarfsaðila á þessum tíma. Ég er ótrúlega þakklát fyrir allt það ferðalag og tækifæri.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mat og það hefur aukist sérstaklega eftir að ég fluttist hingað til Spánar. Þið munið finna einfaldar, uppskriftir með áherslu á fersk hráefni. Ég er ekki lærður kokkur og ef til vill vilja einhverjir vera ósammála mér um aðferðir, en ég fer mínar leiðir og geri hlutina eftir mínum smekk. Mér finnst gaman að dunda mér í eldhúsinu í langan tíma um helgar ásamt því að halda oft matarboð en á virkum dögum geri ég frekar einfaldar og fljótlegar uppskriftir sem bragðast vel. Markmiðið mitt er að nota fá en góð hráefni sem vinna vel saman. Eftir að ég flutti til Spánar varð ég mjög hrifin af spænsku matarmenningunni og fljótlega áttaði ég mig á því að það var svo miklu meira heldur en bara tapas. Einnig hef ég líka ferðast um Ítalíu síðustu tvö sumur og þið munuð sjá það fljótlega á blogginu þar sem ég verð reglulega fyrir innblæstri frá báðum stöðum. Einnig sæki ég líka mikinn innblástur frá matreiðslubókum sem ég hef safnað lengi og af internetinu þar sem mikið af skemmtilegu efni er að finna. Ég ferðast mikið í kringum Spán og ég fæ ótal margar fyrirspurnir um hvar eigi að borða í Barcelona og hvaða stöðum ég mæli með að ferðast þar í kring. Ég mun þar að leiðandi skrifa um borgina og nálæga sem er þá ávallt hægt að fletta upp seinna ef þú ert á leiðinni til Barcelona. Hlakka til að deila með ykkur uppskriftum sem hafa verið vinsælar hjá mér i gegnum árin ásamt því að birta nýjar í hverri viku.
Hér eru nokkur sýnishorn á því sem koma skal.
– Marta Rún

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Guðrún Sørtveit

  21. October 2018

  Velkomin elsku Marta <3 Hlakka til að fylgjast með!

 2. Andrea

  21. October 2018

  Velkomin á Trendnet <3

 3. Edda

  21. October 2018

  Hlakka til að lesa meira! Þú ert æði

 4. Fanney Ingvars

  22. October 2018

  <3 <3 <3 <3

 5. Halla

  28. October 2018

  Hlakka til að fylgjast með þér á trendnet.is.