fbpx

FRÁBÆRT KJÚKLINGASALAT

KJÚKLINGUR


Salat með ofnbökuðu graskeri, granatepnum með hvítlauks og balsamic dressingu.
Ég studdist við uppskrift úr bókinni hennar Chrissy Teigan Hungry for more sem ég fjárfesti í  nýlega. Ég er alltaf að leita mér að fjölbreyttum og óhefðbundum leiðum til þess að gera góð salöt. Salat þurfa nefnilega ekki alltaf að vera leiðinleg og einhæf.

Salatdressingin sem ég gerði og breytti aðeins er sú besta sem ég hef fengið og er búin að gera hana síðan á öll salöt sem ég er með í meðlæti. Það gæti verið erfitt að finna grasker eða svo kallað buttersquas á Íslandi og er þá hægt að nota sætar kartöflur í staðinn. Ég var með kjúklingalundir í salatinu sem ég steikti á pönnu með olíu, rósmarín, salti og pipar.

Hráefni
Grasker/Sætar kartöflur
3 msk ólífuolía
600 g grasker/sætar kartöflur skrældar og skornar í 1 cm teninga
1 tsk salt
½ tsk pipar
½ tsk cayenne pipar

Stillið ofninn á 200°
Setjið alla teningana í skál og hellið olíu, salti, pipar og cayenne pipar og blandið öllu vel saman. Finnið til ofnskúffu eða stórt eldfast mót og setjið bökunarpappír í botninn. Raðið teningunum í mótið og bakið i 15 mínútur. Takið út ofninum, snúið aðeins við og hrærið í og setjið aftur í ofninn í 10-15 mínútur þangað til þeir eru orðnir aðeins brúnir og stökkir. Látið aðeins kólna áður en þeir fara á salatið.

Salatblanda
Klettasalat eða hvaða salatblanda þér finnst góð
½ granatepli
½ þunnt skorin rauðlaukur
graskersfræ eða einhverskonar hnetublanda
100 g geitaostur

Dressing
2 msk balsamic edik
1 msk dijon sinnep
1 msk hunang
1 pressaður hvítlauksgeiri
3 msk ólífu olía
salt og pipar

Allt hrist vel saman i krukku, ég gerði tvöfalda uppskrift og setti á salatið og var með til hliðar ef einhvern vildi meira sem og jú allir gerðu.

Marta Rún

SPÆNSKUR KJÚKLINGUR

Skrifa Innlegg