Þessi færsla er gerð í samstarfi við Coke á Íslandi þar sem ég mun næstu vikurnar gera skemmtilegar uppskriftir með þeim.
Þetta er ostakaka sem ekki þarf að baka og hægt að gera á engri stundu! Frábært þegar þú hefur lítinn tíma en langar að bjóða uppá eftirrétt.
Hráefni:
1 1/2 bolli af uppáhalds kexinu þínu (getur verið oreo, lu lex eða hvað sem er)
1 bolli rjómi
220 g hreinn rjómaostur
1 tsk vanilludropar
1/4 bolli sykur
Fersk ber
Myljið kexið í frekar grófar mylsnur og setjið til hliðar.
Þeytið rjómann í einni skál og setjið til hliðar.
Finnið til aðra skál og þeytið rjómaostinn þangað til að hann er orðið mjúkur, bætið þá sykrinum og vanilludropunum við.
Bætið þeytta rjómanum hægt og rólega saman við rjómaostablönduna.
Setjið síðan kexmylsnuna og rjómaostablönduna til skiptis í glas og setjið í ísskap í klukkutíma. Bætið við ferskum ávöxtum áður en þið berið fram.
Marta Rún
Skrifa Innlegg