fbpx

CHICKEN MARBELLA

Chicken Marbella frá Spáni
Þetta er einn sá besti ofnbakaði kjúklingaréttur sem ég hef gert. Þetta er fullkomin réttur til
að vera með í matarboði og þú munt slá í gegn! Þegar ég las uppskriftir fyrst þá fannst mér
hráefnin vera ótrúlega skrítin og furðuleg hvernig þetta myndi passa saman en þetta er
einhver rosaleg blanda sem er stútfull af brögðum. Ég gæti ekki mælt meira með þessum
rétti og mana ég þig að prufa. Það er lykilatriði að hann kjúklingurinn fái að marinerast í
nokkra klukkutíma svo hann verði sem bestur.

Hráefni:
½ bolli ólífuolía
½ bolli rauðvínsedik
1 bolli sveskjur
½ bolli steinlausar grænar ólífur
½ bollicapers og smá af safanum
3 lárviðarlauf
6 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 msk oregano
½ tsk salt
½ tsk svartur pipar
Tvö kíló af blönduðum kjúklingabitum með beini.
1 bolli hvítvín
2 msk púðursykur
Lúka af saxaðri steinselju

Aðferð:
1. Finnið til stóra skál og setjið ólífuolíu, rauðvínsedikið, sveskjurnar, ólífurnar, capers og
safann, lárviðarlaufin, hvítlaukinn, oregano, salt og pipar og blandið saman. Bætið
kjúklingabitunum við og veltið uppúr blöndunni. Setjið plastfilmu yfir og inní ísskáp í
minnstakosti 4 tíma. Því lengra því betra.

2. Stillið ofninn á 180°

3. Finnið til stórt eldfast mót og raðið kjúklingnum og blöndunni í mótið. Skinnið á
kjúklingnum á að standa upp. Hellið hvítvínunu í mótið á stráið púðursykri yfir.

4. Bakið á 180° í 50-60 mínútur, hellið safanum í botnunum nokkrum sinnum yfir kjúklinginn
á meðan hann er í ofnunum.

5. Þegar rétturinn er tilbúin saxið þá smá steinselju yfir áður en hann er borinn fram.

Prufið og látið mig vita hvað ykkur finnst, ég lofa að þetta verði gott!!
Marta Rún

GRÍSKAR KJÖTBOLLUR MEÐ JÓGÚRTSÓSU & KÚSKÚS

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Charlotta

    2. December 2019

    Með hvaða meðlæti mælir þú með þessum rétt:)