fbpx

ÁRAMÓTAKOKTEILLINN 2018/2019

Mér þykir alveg ótrúlega gaman að gera góða kokteila og þennan rakst ég á um daginn í sjónvarpsþætti um Word Class kokteila keppnina og leyst ekkert smá vel á hann og ákvað að kaupa í hann og gera hann fyrir vinkonu mína. Hann er æði og er fullkomin fyrir áramótin vegna að þess að það er freyðivín í honum og oftast er það til yfir áramótin og er þá hægt að nýta það í drykkinn.

Hráefni
50 ml gin
15 ml sítrónusafi
10 ml vanillusýróp
Freyðivín
Skreytt með rauðu vínberi

*vanillu sýróp
1 bolli sykur á móti einum bolla vatni soðið saman við lágan hita með einni vanillustöng sem skorin er þvert yfir eða 1 tsk vanilludropar.

Setjið gin, sítrónusafa og vanillusýróp í hristara og hristið vel með klökum. Hellið í kokteilaglas og hellið smá að freyðivíni ofan í glasið. Skreytið með einu rauðu vínberi. (Gott að er að hafa það kalt til þess að halda drykkjum köldum)

Skál !
Marta Rún

HÆGELDAÐIR LAMBASKANKAR Í RAUÐVÍNSSÓSU

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Ella

    30. December 2018

    Hæhæ, miðast þessi uppskrift við tvö glös? takk fyrir skemmtileg skrif :)

    • Marta Rún

      31. December 2018

      Sæl og takk fyrir það ,nei uppskriftin miðast fyrir einn drykk! Skál