fbpx

YNDISLEGUR JÓLADAGUR

LífiðTíska

Fyrr í vikunni ákváðum ég og Bergsveinn að gista í miðbænum, rölta í búðir og klára jólagjafirnar. Við gistum á Center Hotel á Arnarhvolli í hjarta miðborgarinnar. Þessi jóladagur var yndislegur í alla staði og er þetta klárlega einhver jólahefð sem við munum vilja halda í. Enduðum daginn á að fara á Hamborgarafabrikkuna og drykk á SKY Bar.

Vorum mjög heppin með veður en eina sem vantaði var jólasnjórinn. Ég uppfæri veðurspánna á hverjum degi í von um hvít jól en því miður held ég að jólin verði rauð í ár. Mikil vonbrigði fyrir heimsins mesta jólabarn.

Teddy coat – Missguided
Peysa – Banana Republic
Buxur – Zara
Skór – Zara
Húfa – Maí Verslun

Annars vil ég þakka ykkur fyrir að lesa og óska ykkur gleðilegra jóla <3
Þangað til næst!

-Hildur Sif Hauks
IG: hildursifhauks

HOLLARI JÓLASMÁKÖKUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    25. December 2018

    Fallegar myndir! x