Góðan daginn –
Í dag langar mig að deila með ykkur einni rosalega auðveldri uppskrift. Vegan parmesan er svo auðveldur í gerð og gríðalega hollur! Ég fæ mega oft spurningar úti þessa uppskrift og halda margir að ég kaupi hann tilbúinn úti búð. Ég viðurkenni þó að það sé smá síðan ég smakkaði parmesan ost og get því ekki lofað að þetta sé líkt en þetta er ekkert smá gott ofan á allskonar rétti. Það er algjör skyla á mínu heimili að eiga vegan parmasan inní skáp. Mæli með að setja ofaná pasta, salöt, lasagna og allskonar fleira.
Uppskrift og innihald:
250 gr lífrænar kasjuhnétur
3 msk næringager
1 hvítlauksgeiri
salt eftir smekk
Öllu blandað saman í matvinnsluvél/blandara
Njótið vel <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks
Skrifa Innlegg