*Færslan er ekki skrifuð í samstarfi en einverjar vörur fékk höfundur greinar í gjöf
Í dag langar mig að segja ykkur frá mínum uppáhalds húðvörum þessa stundina. Ég fæ oft spurningar úti ákveðnar vörur og vildi ég setja inn færslu þar sem ég fer betur yfir hverja vöru fyrir sig. Ég er obsessed yfir því að nota góðar, hreinar og vandaðar vörur á húðina á mér og elska ég að prufa nýjar vörur og finna hvað hentar mér best.
Tóner:
The Ordinary – Glycolic Acid 7% Toning Solution. Inniheldur AHA sýrur ásamt aloe vera, ginseng og mælt er með að nota hann einu sinni á dag. Fæst í Maí Verslun
Dagkrem:
Blue Lagoon Hydrating Cream – mjög létt dagkrem sem hentar vel undir farða. Ef ég er mjög þurr blanda ég einhverskonar olíu með í dagkremið.
Augnkrem:
Ultumate Eye Cream – Shisado. Létt og nærandi augnkrem. Hægt að nota undir hyljara sem er mikill kostur. Þoli ekki þegar augnkrem skilja eftir sig einhverja áferð. Nota kvöld og morgna. Fæst í Hagkaupum.
Maskar:
AHA 30% + BHA 2% Peeling Solution frá The Ordinary. Hef oft talað um þennan maska og nota ég hann einu sinni í viku. Mæli með að fara varlega í þennan maska en elska virknina í honum og sé mun á húðinni minni. Fæst í Maí Verslun.
Hydra Firm Firming Eye Gels frá Skin Iceland. Þegar ég vakna þrútin eða bólgin um augun er þessi augnmaski algjör lúxus. Endurnærir augnsvæðið og gerir húðina stinnari. Fæst í Maí Verslun.
Serum:
Buffet + Copper Peptides 1% frá The Ordinary. Nota þetta serum nokkrum sinnum í viku á hreina húð. Serumið vinnur á hrukkum, örum og eykur virkni collagen húðarinnar. Fæst í Maí Verslun.
Algea Bioactive Concentrate frá Blue Lagoon. Algjör rakabomba sem inniheldur þörunga sem vinna á hrukkum húðarinnar. Fæst í verslunum Bláa Lónsins.
Auka:
Rapid lash – hef notað á hverju kvöldi í 2 mánuði og sé mjög mikinn mun á lengd háranna. Mæli 100% með. Fæst í Hagkaup.
Lip Bio – Lipid Concentrate frá Noid. Varameðferð sem bætir lit og áferð varanna. Varirnar virka stærri og þrútnari. Áhrifarík meðferð sem ég sver virkar. Fæst í Maí verslun.
Takk fyrir að lesa og þangað til næst xx
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks
Skrifa Innlegg