fbpx

TWIX BAR – VEGAN OG SYKURLAUS!

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
*Færslan er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Hef lengi langað að prufa þessa uppskrift af Twix börum. Hef séð svipaða á Pinterest og Instagram og lagði ég loksins í að prufa hana. Ég gerði þó nokkrar breytingar til að gera uppskriftina sykurlausa. Ég mæli innilega með þessari snilld og heppnaðist þessi hollu Twix stykki mjög vel!

Innihald: 

Kex: 
1/2 bolli hafrahveiti (haframjöl í matvinnsluvél/blandara)
1/2 bolli mjúkar döðlur
1 msk plöntumjólk

Karmella: 
1/2 bolli hnetusmjör
1/4 bolli sykurlaust sýróp
3 dropar toffee stevia frá Now
1 tsk salt

2 plötur af stevia súkkulaði

Aðferð:

1. Settu hafra í matvinnsluvél og búðu til hafrahveiti
2. Bættu döðluðum og plöntumjólkinni við og blandaðu vel saman
3. Settu blönduna í form og inní frysti í 10 mín
4. Hitaðu hnetumjörið og sýrópið saman og settu yfir kexið. Kæla síðan í frysti í 10 mín.
5. Bæddu súkkulaðið yfir hnetusmjörið
6. Geymdu Twix barina í frysti í nokkra klukkutíma áður en þeir eru bornir fram

Vona að þið prufið þessa ofur einföldu uppskrift. Fullkomin með ís eða bara sem snarl!

Þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

UPPÁHALDS HÚÐVÖRUR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Baldvin Vigfússon

    2. March 2020

    Ertu viss um að það eigi bara að vera 1 matskeið af mjólkini á móti öllu þessu hveiti?