Hæhæ frá Los Angeles
Ég sit núna í sólbaði og langaði að deila með ykkur síðustu dögum hjá mér. Eins og þið kannski vitið þá er ég og kærastinn minn Bergsveinn að ferðast um Californiu og Hawaii næstu þrjár vikurnar. Ég ætla að reyna vera dugleg að uppfæra bloggið á meðan ferðinni stendur og vona að ykkur finnist gaman að fylgjast með.
Ferðin byrjaði á æðislegum degi í San Fransisco. Fengum mjög milt veður og nánast heiðskírt og logn allan tímann. Byrjuðum daginn á að fara á hina frægu Lombard Street og tókum þaðan göngutúr á Basik Cafe til að fá okkur acaii skál. Við erum með algjört æði fyrir acaii eins og þið munið kannski taka eftir!
Eftir það tók við hjólatúr yfir til Sausalito sem er hinum megin við Golden Gate Brigde. Smá krefjandi hjólatúr en þvílíkt þess virði! Mæli innilega með að hjóla yfir brúnna og skoða krúttlega bæinn Sausalito.
Um kvöldið fórum við á Plant Based mexican veitingastað sem heitir Gracias Madre – rosalegur matur og góð stemning! Hann er einnig staðsettur í Los Angeles. Dagurinn í San Fran fór vel framúr væntingum og hefðum við klárlega viljað eyða meiri tíma þar.
Daginn eftir tók við road trip niður til Los Angeles. Við keyrðum meðfram ströndinni sem tekur töluvert lengri tíma en sjáum ekki eftir því! Við stoppuðum í Monterey til að fá okkur acaii skál og skoða okkur um á ströndinni. Við stoppuðum einnig í Big Sur sem útsýnið var stórkostlegt!
Eftir 10 tíma ferðalag ákváðum við að taka örlítið lengra stopp og fara á ströndina í Pismo Beach. Gríðalega falleg strönd og okkur kítlar smá að fara þangað aftur í lok ferðar. Náðum sólsetrinu áður ferðinni var heitið til Santa Barbara að fá okkur kvöldmat. Fundum Plant Based veitingastað sem hét Mesa Verde og hann var einn sá besti sem ég hef á ævinni smakkað! Mæli innilega með honum ef einhver á leið hjá Santa Barbara.
Nú tekur við vika í Los Angeles þar sem við munum helst borða góðan mat og njóta með okkar fólki. Ykkur er velkomið að fylgja mér á Instagram: hildursifhauks – er mjög dugleg að setja þar inn þessa dagana.
Þangað til næst
Hildur Sif Hauks <3
Skrifa Innlegg