fbpx

NEW YORK, NEW YORK

FerðalagLífiðPersónulegtTíska

Mikið er langt síðan ég skrifaði hérna inná! Ég ætla að byrja á að spóla nokkrar vikur til baka og segja ykkur frá New York. Ég og Bergsveinn fórum til New York fyrir nokkrum vikum síðan og ætla ég að deila með ykkur því sem stóð uppúr. Ég hef farið þó nokkuð oft en Bergsveinn hefur aldrei farið. Ég gjörsamlega elska þessa borg – fólkið, hraðann, stemninguna, tískuna og auðvitað veitingastaðina.

Besti staðurinn til að versla að mínu mati er Soho, elska að labba þar um, þar eru margar vintage búðir og mín uppáhalds The Real Real. Við hliðina á Soho er svæðið Little Italy sem er með æðislegum veitingstöðum og kaffihúsum. Þar má finna einn af mínum allra uppáhalds The Butchers Daughter, lang best að fara þangað í brunch. Þar er einnig By Chloes og Sweets by Chloes sem er hollur vegan skyndibitastaður og síðan margir aðrir spennandi vegan og grænmetisstaðir. Annar uppáhalds staður er Pressed Juicery – þar getur fengið  ‘ís’ sem er gerður úr kaldpressuðum djús. Svo sjúklega gott! Síðan verð ég að nefna einn besta veitingastað sem ég hef farið á. Hann var 100% plant based og fékk ég besta trufflu pasta lífs míns. Staðurinn heitir Blossom og var í Chelsea. Ef þið hafið áhuga á vegan matargerð þá verðiði að prófa þennan stað! Að lokum er ég og Bergsveinn með eina hefð þegar við erum í fríi og það er að fá okkur sunset drykk. Til þess að horfa á sólsetrið í New York er best að finna einhvern roof top bar og mælum við með Le Bain á Highline og The Crown í Chinatown (nálægt Soho).

En annars er ég með highlights inná Instragram frá New York ef ykkur langar að kíkja á eitthvað frekar!

En takk fyrir að lesa og þangað til næst!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

Í HREINSKILNI SAGT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    21. October 2019

    Svo fallegar myndir, x

  2. Elísabet Gunnars

    22. October 2019

    Frábær tips <3 hlakka til að smakka Blossom