fbpx

HOME SPA & RAKABOMBA

GjöfHeilsaLífiðSamstarfSnyrtivörur

Hæ elsku Trendnet lesendur – í dag langar mig að deila með ykkur smá heimaspai í samstarfi við Blue Lagoon Skincare. Nú þegar það er búið að vera æðislegt veður á höfuðborgasvæðinu og ég búin að vera mikið í sólinni þá þarf húðin mín extra mikinn raka og dekur. Vörurnar frá Bláa Lóninu hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi og algjör snilld að gera extra vel við sig og búa til smá heimaspa.

 1. Silica Mud Mask – nota hann til þess að hreinsa húðina, nota þennan maska 1-2 í viku
 2. Mineral Mask – nýr uppáhalds, algjör rakabomba og set hann á fyrir svefninn og þríf hann af um morguninn.
 3. Hydrating Cream – mitt go to andlitskrem.
 4. Alge Bioactive Concentrate – andlitsolía sem inniheldur þörunga, hún örvar framleiðslu kollagen í húðinni sem hægir á öldrun húðarinnar – yes please
 5. Body Oil – fékk að prufa þessa líkamsolíu fyrst í Blue Lagoon Retreat og loksins á ég mína eigin. Hef verið með krónískan þurrk á kálfunum en finnst mér þessi olía virka mega vel á þurrkinn og mun betur en venjulegt body lotion.
 6. Blue Lagoon Scented Candle – varð bara að nefna þetta ilmkert, lyktin er guðdómleg!Ég mæli með að þið kíkið á úrvalið á Blue Lagoon Skincare á úrvalið á þessum æðislegu vörum!Takk fyrir að lesa –

  Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

LAURA MERCIER LOKSINS Á ÍSLAND + GJAFALEIKUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. sigridurr

  2. May 2020

  Svo fallegar myndir <333