Hér kemur uppskrift af hollari jólasmákökum í samstarfi við Himneska Hollustu. Þær eru sykurlausar og einfaldar. Vona að þið prufið þessar – þær slógu alveg í gegn!
https://www.facebook.com/himneskhollusta/videos/2471002676495889/
Innihald:
6 dl bolli hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 teskeið salt
2 dl stevia sykur
2 tsk vanillu dropar
1 dl kókosolía
2 hörfræ egg (2 msk mulin hörfræ og 6 msk vatn látið liggja í 5 mín)
1/2 dl macadamian hnetur
1/2 dl möndlur
1 dl hvítt möndlusmjör
Aðferð:
- Hrærið saman, hveiti, stevia sykur, matarsóda og salti
- Bætið við kókosolíunni, kasjúhnetusmjörinu ásamt hörfræ eggjunum og blandið varlega við
- Skerið hneturnar við og bætið út í
- Kveikið á ofninum og stillið á 190 gráður. Notið matskeið til að skammta hverja köku á smjörpappír.
- Bakið í 18 mín
Takk fyrir að lesa og þangað til næst –
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks
Skrifa Innlegg