fbpx

HOLLARI JÓLASMÁKÖKUR

Uppskriftir

Loksins gaf ég mér tíma í að baka fyrir jólin. Ég viðurkenni það fúslega að ég er ekki mikill bakari, mér finnst mun skemmtilegra að elda. Þrátt fyrir það ætla ég að baka nokkrar sortir fyrir jólin. Ég fékk innblástur af þessum smákökum úr bókinni Oh She Glows eftir Angela Liddon en breytti uppskriftinni örlítið. Bókin inniheldur girnilegar uppskriftir sem eru allar plant based.
Smákökurnar eru aðeins í hollari kanntinum – glúteinlausar, með engum sykri, engum mjólkurvörur og alveg vegan! Hljómar kannski ekkert stórkostlega en þær eru svo sannalega góðar.

Hráefni:

2 matskeiðar mulin hörfræ
4 matskeiðar vatn
1 bolli möndlumjöl
1 bolli kókosmjöl
1 bolli glúteinlausir hafrar
1 bolli Sweet Like Sugar
1/2 bolli steviu súkkulaði
1/2 bolli ósykrað kakó
2 teskeiðar lyftiduft
1 teskeið salt
1 bolli möndlusmjör
1/2 bolli agave sýróp

Skref 1:
Byrjið á því að hita ofninn á 180 gráður með blástri

Skref 2:
Blandið saman hörfræmjölinu með vatninu og setið til hliðar

Skref 3:
Hrærið saman í stóra skál möndlumjölinu, kókosmjölinu, höfrunum, sykrinum, súkkulaðinu, kakóinu, lyftiduftinu og saltinu

Skref 4:
Bætið við möndlusmjörinu ásamt agave sýrópinu og hörfræblöndunni og blandið vel saman. Ef kökudeigið er of þurrt skal bæta við matskeið af vatni. Hnoðið síðan deigið vel saman með höndunum

Skref 5:
Setjið bökunarpappír á bökunarplötu, setjið deigið á með matskeið og fletjið út með puttunum. Bakið í um 10-12 mín. Best er að láta kökurnar kólna áður en þið njótið þeirra.

Smákökurnar heppnuðust mjög vel og mun ég klárlega gera þær aftur! Mögulega bæta þá við einhverjum hnetum eða kanil til að breyta aðeins til. En takk kærlega fyrir að lesa!

Hildur Sif Hauks
IG: hildursifhauks

JÓLAFÖRÐUN

Skrifa Innlegg