fbpx

GÆRDAGURINN Í MYNDUM

LífiðPersónulegtTíska

Gærdagurinn var æðislegur dagur í alla staði – veðrið var gott, sumar í lofti, 1. maí og ég og Bergsveinn bæði í fríi! Við ákváðum að nýta daginn vel og kíkja niðrí bæ að fá okkur gott að borða og njóta dagsins. Við fengum okkur að borða á Hlemmur Mathöll og fékk ég mér Portobello samloku frá Rabba Barinn sem var bara mjög góð og einnig smá snarl frá staðnum Skál! Eftir það röltuðum við niður Laugarveginn og kíktum í nokkrar búðir. Í Spuutnik keypti ég mér vintage skyrtu frá D&G. Ekkert smá góð kaup og finnst mér ekkert smá gaman að versla vintage þessa dagana, betra fyrir budduna og umhverfið. Enduðum svo á Snaps í smá drykk.

Bolur – Gina Trigot
Buxur – Zara 
Sólgleraugu – Ray Ban Rounds

Í Spuutnik var mikið að vintage designer hlutum sem ég var mjög skotin í!
Mun klárlega kíkja oftar í þessa búð framvegis.

Takk fyrir að lesa og þangað til næst xx

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

 

OUTFIT POST

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    2. May 2019

    æ yndisegur sumardagur – & þú alltaf glæsileg! x