fbpx

FYRSTI FÖSTUDAGSLISTI 2020

FöstudagslistiHeilsaHreyfingLífiðPersónulegt

Föt dagsins:
Í dag er ég í Dr Marteins Jadon skóm sem eru nauðsynlegir í þessu veðri, meika ekki að vera í sneakers í svona miklum snjó. Annars er ég í basic svörtum buxum, síðermabol og með nýjan trefil sem er semi eins og teppi – love it. 

Skap dagsins:
Er mega glöð að það sé föstudagur allavena. Er peppuð fyrir janúar en samt sem áður finn ég fyrir ákveðni pressu og finnst ég aldrei vera að gera nóg. Fór aðeins yfir þessar pælingar inná instagram um daginn og margir að tengja. Janúar getur verið svo frábær en líka alveg ömurlegur… EEEn áfram gakk! 

Lag dagsins:
Aðeins eitt lag á repeat en það er Yummy með my fav JB. En annars fannst mér platan hans Harry Styles ágæt og hef verið að hlusta aðeins á hana líka. 

Matur dagsins:
Er svo spennt fyrir mat kvöldsins. Við stelpurnar ætlum að hittast og gera einfalt og stórkostlegt trufflu pasta. Deili mögulega uppskriftinni með ykkur hérna ef það er áhugi fyrir því! 

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Þessa vikuna hef ég verið að koma mér aftur í smá rútínu, vinna, elda og æfa. Fýla það en sakna samt desember þegar maður var að gera eitthvað fun á hverjum degi. Er smá háð veðrinu líka, og þessa vikuna hefur veðrið verið semi terrible.

Óskalisti vikunnar:
Það er ekki neitt á óskalistanum hjá mér – fékk klikkað flottar jólagjafir og finnst mér ekki vanta í rauninni neitt. En er byrjuð að plana aðeins ferðalög ársins. Langar að negla niður einhverja ferð til að hlakka til í vetur og er að velja á milli Barcelona, Marbella eða Ibiza, ef þið eruð með einhverja reynslu frá þessum stöðum endilega látið mig vita!

Plön helgarinnar:
Um helgina er ég að fara hitta stelpurnar eins og ég minntist á áðan. Síðan ætla ég og Bergsveinn að skella okkur uppí bústað á laugardaginn, ef veður leyfir. Ég vona það innilega. Þrái smá bústað, chill, lestur og rólegheit. 

Þangað til næst og eigið góða helgi <3
Hildur | IG: hildursifhauks

ALLT UM BÚDAPEST

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Helgi Ómars

    10. January 2020

    ég ELSKA föstudagslistann, langar næstum að ræna honum hahaha
    en það væri æði að fá uppskrift af trufflu pasta

  2. sigridurr

    10. January 2020

    Loooove iiit! x

  3. Anna Bergmann

    11. January 2020

    Væri mega til í uppskrift af pastanu, áfram þú elsku Hildur xxx