fbpx

FÖSTUDAGSLISTI + OUTFIT

FöstudagslistiLífiðPersónulegt

Buxur – COS
Jakki – Mango
Bolur – Nakd
Belti – Vintage Chanel 

Föt dagsins:
Í dag er ég að vinna og er ég í þröngum svörtum gallabuxum, dr marteins, rúllukragabol, svörtum blazer og svörtu loðvesti. Á veturnar þá festist ég gjörsamlegu í svörtum fötum.  

Skap dagsins:
Ég er bara frekar hress. Er auðvitað að telja niður til jóla og eru 39 dagar í þau. Elska elska jólin og tímann í kringum þau. Ekkert betra en að njóta með vinum og fjöldskyldu yfir hátíðarnar. 

Lag dagsins:
Jólatónlist, jólatónlist og ennþá meiri jólatónlist. 

Matur dagsins:
Líklega eitthvað mjög einfalt. Hafragrautur í hádeginu og kannski Local í kvöldmat. Er obsessed á grænmetisbuffuni þar. Ef þið hafið ekki smakkað mæli ég eindregið með!

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ég og vinafólk mitt vorum með ítalskt matarboð síðasta mánudag. Það var algjört æði, góður matur og góðar stundir. Ekki leiðinlegt að byrja vikuna þannig. En síðan héldum ég og Bergsveinn uppá 6 ára sambandsafmæli síðasta þriðjudag. 6 ár síðan við ákváðum að setja á facebook in a realtionship haha. 

Óskalisti vikunnar:
Á óskalistanum mínum eru án djóks ilmkerti og fleiri ilmkerti. Verð að mæla með jólalyktinni frá Urð hún er æðisleg! En annars er ég ekki mikið að hugsa úti hvað mig langar þessa stundina heldur er ég á fullu að plana í jólagjafa kaupum. 

Plön helgarinnar:
Um helgina þarf ég að nýta tímann vel til að læra, mörg skilaverkefni framundan og lokapróf. Annars ætla ég og Bergsveinn að fara út að borða á laugardagskvöldinu að fagna 6 ára afmælinu. Við ætlum í vegan ævintýraveislu á Kopar. Mjög spennt fyrir því! Síðan er auðvitað parawod í World Fit á morgun sem ég er alltaf jafn spennt fyrir! 

Þangað til næst og eigið góða helgi <3
Hildur | IG: hildursifhauks

TULUM, MEXICO - PARADÍS Á JÖRÐU

Skrifa Innlegg