fbpx

FÖSTUDAGSLISTI!

FöstudagslistiLífiðPersónulegt


Föt dagsins:
Ég er ennþá bara í náttfötunum, er að drekka smá pre workout áður en ég fer út að hlaupa og ákvað ég að henda snöggvast í einn föstudagslista.

Skap dagsins:
Í dag er ég í allt í lagi skapi. Er með smá mixed feelings að sumarið er að klárast. Vil ekki að það sé að verða búið en ég er samt smá að elska að það sé byrjað að hausta… Er einhver í sama pakka?

Lag dagsins:
Ef mér finnst einhver lög skemmtileg þá hlusta ég á þau þangað til í hata þau. Núna er það Moodboard með Birni og Brynjari og finnst mér PBS og Besti Minn sjúklega skemmtileg! 

Matur dagsins:
Í hádeginu ætla ég í brunch á Coocoos Nest með vinkonu minni. Gjörsamlega elska brunchinn þeirra og elska að hann sé líka á föstudögum. Finnst fleiri veitingastaðir ættu að byrja að vera með brunch á föstudögum líka.

Það sem stóð uppúr í vikunni:
Það er klárlega að fara með Bergsveini til Montréal. Borgin kom með svo mikið á óvart. Hún tilheyrir franska hlutanum af Kanada og kom mér á óvart hversu frönsk hún var. Borgin var svo falleg og ekkert smá gaman að rölta um í Old Town og voru ekkert smá mjög flottir veitingastaðir allstaðar. Mæli með tveimur plant based stöðum sem þið verðið að kíkja á ef þið farið til Montréal – LOV og Invitation V. 

Óskalisti vikunnar:
Á óskalistanum mínum er einhver flott úlpa fyrir veturinn. Langar að selja mína Jöklu og kaupa mér einhverja nýja. Er búin að eiga Jöklu í 3 ár og finnst mér smá komin tími til að breyta til. Annars er Nike Zoom 2K skór á óskalistanum og er ég að leita af þeim útum allt í minni stærð – need them!

Plön helgarinnar:
Það er vinnuhelgi framundan hjá mér í kvöld þannig ég geri ekki mikið. En næstu helgi er Reykjavíkur Maraþonið þar sem ég ætla að hlaupa hálfmaraþon! Er bæði spennt og stressuð fyrir því… 

Þangað til næst og eigið góða helgi! <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

DRAUMAFERÐ AUSTUR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    16. August 2019

    elska þennan lista!

    • Elísabet Gunnars

      16. August 2019

      ÉG LÍKA!!

  2. Jóna Kristín

    16. August 2019

    Sammála.. Mjög skemmtilegt <3