fbpx

EINFALDAR BRAUÐBOLLUR

HeilsaLífiðSamstarfUppskriftir
*Færslan er skrifuð í samstarfi við Himneska Hollustu

Góðan daginn og gleðilegan föstudag. Í dag langar mig að deila með ykkur þessum ofur einföldu brauðbollum. Inniheldur einungis 4 hráefni og tekur engan tíma í að undirbúa. Ég bauð vinkonum mínum í hádegismat og bauð uppá þessar brauðbollur ásamt, vegan smjöri, avacado og auðvitað smá salti. Salt gerir allt betra haha! En hér kemur uppskriftin og mæli með þið skellið í þessar fyrir helgina <333

Innihald: 

9 dl spelt hveiti frá Himneskri Hollustu
3 dl volgt vatn (2dl vatn bætt við seinna)
15 gr ger
teskeð salt

Aðferð: 

Setja gerið í volgt vatn og leyfa því að gerjast í nokkrar mín. Hræra öllu hráefninu saman. Best að leyfa hefast yfir nóttina en sleppur alveg í 2 tíma (ég gleymdi og gerði það bara). Búa til 9-12 bollur og setja á bökunarplötu. Baka í 20 mín á 200 gráðum. Bestar beint úr ofninum!


Takk fyrir að lesa og eigið góða helgi <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks 

 

HEIMSÓKN Í GK REYKJAVÍK

Skrifa Innlegg