Ég held ég hafi fundið uppáhalds flíkina mína í vetur. Askja Coat frá 66° Norður. Úlpan nær mér alveg niðrá ökkla og er ég ekki að hata það í þessum kulda. Mér líður smá eins og ég sé klædd í svefnpoka.
Ég byrjaði þennan mánudag í skemmtilegu verkefni með Bergsveini, mun deila því með ykkur þegar það er tilbúið. Er mjög spennt að sjá lokaútkomuna. En annars er ég að fara á smá jólastúss í dag og byrja smá að kaupa jólagjafir. Ekkert skemmtilegra! En annars óska ég ykkur gleðilegan mánudag og eigið góðan dag <3
Elsku besti Helgi okkar tók myndirnar <3
Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks
Skrifa Innlegg