fbpx

AFMÆLISDAGUR OG OUTFIT!

LífiðTíska

Í gær, 5. desember, átti ég 25 ára afmæli. Ég er mikið afmælisbarn og finnst mjög gaman að gera sem mest úr deginum. Ég ákvað að taka mér alveg frí frá vinnu og svaf aðeins lengur en ég er vön. Þessi afmælisdagur er líka sá fyrsti í langan tíma þar sem ég er ekki í prófum því naut ég mín enn betur. Í hádeginu fór ég á Flatey með vinkonum mínum. Finnst pizzurnar þar svo rosalega góðar og þá sérstaklega Marinara. Eftir það fór ég og náði í cup cakes á 17 sortir fyrir smá afmæliskaffi hjá foreldrum mínum.

Fékk þó nokkrar fyrirspurnir um fötin sem ég var í þannig ég ætla að deila því með ykkur hér.

Pels: Zara 
Buxur: Levis
Skór: Steve Madden

Um kvöldið bauð Bergsveinn mér á Sushi Social og enduðum svo kvöldið að fá okkur Brynju ís. Átti svo yndislegan dag í alla staði og er þvílíkt þakklát fyrir allt fólkið mitt.

 Takk kærlega fyrir að lesa og þangað til næst!
Ef þið viljið sjá meira af mínu lífi þá getiði fylgt mér á Instagram – er mjög duglega að deila með öllu sem ég er að gera í Story.

– Hildur Sif Hauks
IG: hildursifhauks

MAÍ VERSLUN ÓSKALISTI

Skrifa Innlegg