Helgarkokteillinn að þessu sinni er tileinkaður valentínusardeginum sem er á sunnudaginn. Klassískur cosmopolitan sem rennur ljúflega niður. Drykkurinn samanstendur af Cointreau, vodka, trönuberjasafa og lime. Mér finnst gaman að drekka hann í fallegu glasi en það minnir mig á Carrie Bradshaw og vinkonur hennar úr Sex and the City (ég er mikill aðdáandi og get ekki beðið eftir nýju seríunni!). Mæli með að skála við ástina ykkar í þessum kokteil um helgina.
1 kokteill
3 cl Cointreau
4 cl Vodka
4 cl trönuberjasafi
2 cl safi úr lime
1 cl sykursíróp (má sleppa)
Klakar
Aðferð
- Hristið allt vel saman í kokteilhristara með nóg af klökum.
- Hellið í gegnum sigti í fallegt glas.
Sykursíróp
200 g sykur
200 ml vatn
Aðferð
- Blandið saman vatn og sykur i í pott.
- Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
- Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið ;)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI !
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg