fbpx

UPPÁHALDS OVERNIGHT GRAUTAR

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Það er svo þægilegt að næla sér í tilbúinn graut úr ísskápnum á morgnana. Hér eru tvær dásamlegar og næringarríkar uppskriftir af grautum sem ég gerði í samstarfi við Heilsu.  Það er svo sannarlega gott að byrja daginn á þessum grautum sem gefa manni orku út í daginn. Hafragrautur með grískri jógúrt og bönunum og chia grautur með kókosmjólk og hindberjum. Lykilatriðið er að toppa grautana með nóg af hnetusmjöri frá Whole Earth. Þetta hnetusmjör er í miklu uppáhaldi og það er bæði bragðgott og auðvelt í notkun, bara hrista og kreista yfir grautana. Það er gert úr 100% ristuðum hnetum og inniheldur engan viðbættan sykur.

Hafragrautur með grísku jógúrti og bönunum 1 dl haframjöl
1 dl vatn
1/2 dl grísk jógúrt
1/2 msk chia grautur
2 tsk sykurlaust síróp eða hunang
1/3 smátt skorinn banani
Ristaðar möndluflögur og pekanhnetur
Whole Earth hnetusmjör

Aðferð

  1. Blandið saman haframjöli, vatni, grískri jógúrt og sírópi í krukku eða öðru íláti.
  2. Geymið yfir nótt.
  3. Toppið með ristuðum möndluflögum og pekanhnetum, smátt skornum banana og nóg af hnetusmjöri.

Chia grautur með kókosmjólk og hindberjum

3 msk chia fræ
2 dl sykurlaus kókosmjólk
1-2 tsk sykurlaust síróp eða hunang
1/2 dl frosin hindber
Ristaðar kókosflögur
Whole Earth hnetusmjör

Aðferð

  1. Blandið saman chia fræjum, kókosmjólk og sírópi í krukku eða öðru íláti.
  2. Geymið yfir nótt í ísskáp.
  3. Toppið með ristuðum kókosflögum, frosnum hindberjum og nóg af hnetusmjöri.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: JARÐARBERJABOLLA FYRIR BOLLUDAGINN

Skrifa Innlegg